Reiðhjólaverslunin Örninn gaf 15 sett af fram og afturljósum í átakið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Framundan er tími ljósa og gjafa og það er tilvalið að sameina þetta tvennt í góðri gjöf sem gagnast.
Horfumst í augu við hjólreiðafólk
Í Samfélaginu á Rás 1 var talað við Sesselju Traustadóttur framkvæmdastýru Hjólafærni á Íslandi um vetrarhjólreiðar 8. des 2014.
„Samkvæmt teljurum í Reykjvík fjölgar þeim jafnt og þétt sem kjósa reiðhjólið til að komast leiðar sinnar, líka á veturna. En það skiptir miklu máli að ljósabúnaður sé í lagi í skammdegismyrkrinu.“
Hlustið á þáttinn hér: http://www.ruv.is/mannlif/horfumst-i-augu-vid-hjolreidafolk