Láttu ljós þitt skína

Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi stóðu fyrir jákvæðu átaki í dag til að hvetja fólk til að huga að ljósabúnaði reiðhjólsins. Fylgst var með ljósabúnaði þeirra sem leið áttu framhjá og ef vantaði ljós að framan eða aftan var því kippt í liðinn á staðnum af vösku liði sjálfboðaliða sem settu ljós á hjólin. Það tók þó dágóðastund að koma öllum ljósunum út því flestir voru alveg til fyrirmyndar í umferðinni.

Reiðhjólaverslunin Örninn gaf 15 sett af fram og afturljósum í átakið og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Framundan er tími ljósa og gjafa og það er tilvalið að sameina þetta tvennt í góðri gjöf sem gagnast.

 

Horfumst í augu við hjólreiðafólk

Í Samfélaginu á Rás 1 var talað við Sesselju Traustadóttur framkvæmdastýru Hjólafærni á Íslandi um vetrarhjólreiðar 8. des 2014.

„Samkvæmt teljurum í Reykjvík fjölgar þeim jafnt og þétt sem kjósa reiðhjólið til að komast leiðar sinnar, líka á veturna. En það skiptir miklu máli að ljósabúnaður sé í lagi í skammdegismyrkrinu.“

Hlustið á þáttinn hér: http://www.ruv.is/mannlif/horfumst-i-augu-vid-hjolreidafolk

 

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.