Albert Jakobsson hlýtur Hjólaskálina 2016

Hjólaskálin er veitt þeim sem sannarlega hafa með einum og öðrum hætti, hlúð vel að hjólreiðum í sínu starfi og verið hvetjandi og öðrum góðum fyrirmynd í því að tileinka sér hjólreiðar í daglegum önnum.Höfundur og hönnuður Hjólaskálarinnar er Inga Elín Kristinsdóttir myndlistamaður og það er Reykjavíkurborg sem gefur skálina. Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi velja handhafa Hjólaskálarinnar.

Þeir sem áður hafa hlotið Hjólaskálina, eru:

·         2011 - ÍSÍ

·         2012 - Fossvogsskóli

·         2013 - Fjölbraut í Ármúla

·         2014 - Landsspítalinn.

·         2015 - Vínbúðin

 

Albert Jakobsson hefur verið hjólandi frá því hann var 7 ára. Hann var atvinnuhjólreiðamaður 11 ára gamall þegar hann gerðist reiðhjólasendill og ferðast með böggla á milli Mjóstrætis og Suðurlandsbrautar. Það var með góðfúslegu leyfi foreldranna. Hann hefur frá því Hjólreiðafélag Reykjavíkur (HFR) var endurvakið árið 1980 gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagið og manna mest stuðlað að eflingu keppnishjólreiða á Íslandi. Hann hefur tekið þátt í stjórnarstörfum og þjálfun í HFR og varið meira og minna öllum sínum frítíma þar og verið öðrum mikil hvatning. Fyrstu árin var hann mjög ánægður ef 20-30 manns mættu á æfingar og mót. HFR hefur verið fremst í flokki að halda keppnir, komið á unglingastarfi og átt í samstarfi við nágranna okkar og hefur Albert verið leiðandi í þeirri vinnu. 

Hjólreiðafélag Reykjavíkur er íþróttafélag innan Íþróttabandalags Reykjavíkur. Markmið HFR er að efla hjólreiðar sem íþrótt á Íslandi. Félagið stendur fyrir keppnum bæði á fjalla- og götuhjólum, auk þess sem á vegum félagsins eru stundaðar æfingar reglulega.  Hjólreiðafélag Reykjavíkur er u.þ.b. 70 ára gamalt og hefur verið virkt af og til þann tíma. Félagið hefur staðið fyrir flestum hjólreiðakeppnum sem haldnar hafa verið hérlendis á þessum 70 árum og krýnir á hverju ári bæði Íslands- og bikarmeistara í bæði fjalla- og götuhjólreiðum.

Albert Jakobsson

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.