Setningarathöfn Hjólað í vinnuna 2016 - myndband

Hjólað í vinnuna var sett í 14. sinn 4. maí 2016 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Illugi Gunnarsson, Mennta- og menningarmálaráðherra, Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi fluttu stutt hvatningarávörp áður en þau settu verkefnið með táknrænum hætti og hjóluðu af stað ásamt gestum.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Hjólað í vinnuna: hjoladivinnuna.is

 

Myndataka og klipping: Páll Guðjónsson