Hjólafólk til fyrirmyndar verðlaunað.

E154823564964B2495AB3571E5DF6891Í Kaupmannahöfn eru borgaryfirvöld með átak til að bæta hjólamenninguna þar. Það er á jákvæðu nótunum enda virkar slíkt mun betur en hræðsluáróður. 50 manna hópur fylgist með umferðinni og verðlaunar þá sem sýna fyrirmyndarhegðun með súkkulaðimola. Stundum þarf ekki meira.


Hér má lesa um átakið og fyrir neðan eru nokkur góð ráð í lauslegri þýðingu.
  • Allir taka þátt í umferðinni, hugum hvert að öðru og sýnum tillitssemi og bros.
  • Höldum okkur til hægri á stígum. Þá geta þeir sem á eftir koma en fara hraðar yfir auðveldlega komist framúr.
  • Lýttu aftur fyrir þig áður en tekið er fram úr, Það gæti verið einhver á meiri hraða að fara fram úr þér.
  • Munið handamerkin. Hendurnar eru stefnuljós hjólreiðamannsins
  • Hlustið eftir hjólabjöllunni. Hún er vinur þinn, líka þegar þú hjólar með vini þínum. Þegar þú hefur hleypt samferðamanni þínum framúr getur þú haldið áfram spjallinu.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.