Efnt verður til keppni á götuhjólum og verður hægt að velja um þrjár vegalengdir, frá Olís Norðlingaholti í Reykjavík að Hvolsvelli um Þrengslaveg um 110 km, frá Byko Selfossi að Hvolsvelli um 48 km og 14 km frá Reykagarði Hellu að Hvolsvelli.
Keppnin er unnin í samráði við lögregluumdæmin á Suðurlandi og verður keppendum fylgt eftir af lögreglu og björgunarsveitarmönnum til að tryggja öryggi þeirra.
Að lokinni keppni á lengri leiðum hefst fjölskylduskemmtun í miðbæ Hvolsvallar, þar sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í leikjum og keppnum. Hjólafærni verður á staðnum og fjölskyldan getur hjólað saman í fjölskylduhjólreiðahringnum síðar um daginn.
Skráning í keppnina hefst á hádegi í dag, mánudag 27. júní og stendur fram á keppnisdag. Skráningin fer fram á netinu eða í gegnum upplýsingamiðstöðina Hvolsvelli. Allar nánari upplýsingar um keppnina og skráningu er að finna á vef Rangárþings eystra, http://hjolanefnd.isi.is/tour_de_hvolsvollur.html og viðburðarsíðu á facebook undir Tour de Hvolsvöllur.
Fjölmargir aðilar og fyrirtæki koma að keppninni og hátíðinni að þessu sinni og er hún unnin í samvinnu við hjólreiðanefnd íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólafærni, Byko og Intersport, sveitarfélagið Rangárþing eystra og fleiri.
Keppninni og hátíðinni verður gerð betur skil þegar fram líða stundir.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og við hlökkum til að sjá ykkur á Tour de Hvolsvöllur!