Staðurinn sem Keðjuverkun er að skoða er með stóran bakgarð og lítið rými innandyra. Staðurinn er í alfaraleið og mjög sýnilegur frá göngugötum miðbæjarins og því gæti orðið mikil traffík í gegnum hjólanýtinguna. Við lærðum mikið af síðasta sumri, allt sem vel var gert og það sem betur má fara, og hefst því endurskipulagning á kollektívinu í heild sinni.
Afhverju þurfum við hjóla kollektív?
* Það er hægt að búa bíllaus á höfuðborgarsvæðinu og nota almenningssamgöngur aðeins að hluta til. Við sem róttæk hreyfing getum haft áhrif á hvernig þessu er háttað.
* Það er sjálfhvetjandi að setja saman sitt eigið hjól frá grunni og hvergi er sameiginleg aðstaða til að gera það á Íslandi (að okkur vitandi).
* Getur verið að þú þurfir ekki 100 þúsund króna tuttugu og eins gíra fjallahjól með dempurum og vökvastýri til að hjóla? Kannski er einfalt og ódýrt eins gíra hjól nóg sem bilar nánast aldrei? Gangi þér vel að finna það í hjólaverslunum.
* Heill haugur af fjallahjólum enda í ruslinu á hverjum degi og við erum að sækja þau. Þau þurfa smávægislagfæringu til að komast aftur á götuna eða með því að breyta þeim í einföld eins gíra hjól sem virka.
* Hjólaviðgerðar-stereotípuna þarf að útrýma. Það er ekki nauðsynlegt að vera gagnkynhneigður né með getnaðarlim til að læra hjólaviðgerðir.
Hér eru dæmi um hvað við gerum sem hjóla-kollektív
* Tökum við hjólum sem annars færu í ruslið og strípum þau. Hjólapartar eru flokkaðir á sinn stað.
* Aðstoða fólk við að gera við sín eigin hjól og að nota varahluta-lagerinn til að skipta út biluðum pörtum
* Halda úti ákveðnum fjölda hjóla til útláns til gesta sem vilja fá hjól lánað yfir daginn gegn frjálsum framlögum.
* Dreifa flyerum og hengja upp póstera
* Skipuleggja tónleika í garðinum, Critical Mass hjólaferðir og annað sem áhugi er fyrir.
Þú þarft ekki að vera sjófær í hjólaviðgerðum til að vera hluti af verkefninu. Áhugi er það eina sem þarf.
Keðjuverkun - Hjólanýting
Meira um Keðjuverkun hér: http://kedjuverkun.org/info/