Ferðir LHM frá Hlemmi á laugardagsmorgnum hefjast aftur núna í september og standa til loka apríl með hléi í desember. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni.
-
18. september - Hjólað um Kópavog í Samgönguviku
Fyrsta ferðin í haust er viðburður í samgönguviku í samvinnu við Kópavogsbæ og Smáralind, hjólaferð til að skoða aðstöðu fyrir hjólandi í Kópavogi.
Við ætlum að hittast kl. 10:00 á Hálsatorgi í Hamraborg, sem er opna torgið milli bæjarskrifstofurnar og heilsugæslunnar. Þaðan leggjum við af stað kl. 10:15 og hjólum um Digraneshálsinn, Fossvogsdal, Kársnesið og meðfram Fífuhvammsvegi í Smáralind þar sem við skoðum glæsilega nýja hjólageymslu fyrir viðskiptavini. Þaðan verður farið í Kópavogsdal og aftur í Hamraborg. Ferðinni lýkur um kl. 13 við Hálsatorg. Það er allir velkomnir í ferðina á öllum farartækjum sem eru leyfð á stígum. Reiðhjól, rafhjól, rafskutlur, rafskútur o.s.frv.. -
2. október - Reykjavík og Róm
Önnur ferðin í haust er útsýnisferð um hæðirnar í Reykjavík. Það er skemmtileg að Reykjavík innan Elliðánna stendur á um 7 hæðum eins og Róm hin forna. Í ferðínni hjólum við á hæðirnar 7 og byrjum á Landakotshæðinni. Margir eru komnir á rafmagnshjól og finnst auðvelt að hjóla upp brekkur en hæðirnar Reykvísku eru þó engin fjöll og oftast lítið mál að hjóla á þær. -
16. október - Framhaldsskólar borgarinnar
Í þriðju ferðinni í haust ætlum við að hjóla á milli framhaldsskólanna í borginni. Þar hefur aðstaðan fyrir hjólandi í mörgum skólum batnað hin síðari ár og við kikjum m.a. á það. -
30. október - Hafnir Reykjavíkur
Í fjórðu ferðinni ætlum við að hjóla um hafnir Reykjavíkur og skoðum þá líka aðstæður fyrir hjólandi vegfarendur. -
13. nóvember - Ferðin fellur niður
Af óviðráðanlegum orsökum verður engin ferð 13. nóvember. -
27. nóvember - Jólaljósaferð
Við ætlum að hjóla um bæinn og kíkja á jólaljós og undirbúning jólanna áður en við tökum desember frí. Velkomið að skreyta hjólin líka.
Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borg og bý eftir rólegum götum og stígum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í bænum. Mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.
