Hjólaferðir LHM frá Hlemmi verða farnar á laugardagsmorgnum í vetur nú sem endranær. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Farið er annan hvern laugardag.

-
11. janúar - Hjólað um miðborgina
Í fyrstu ferðinni eftir áramót ætlum við að hjóla um miðborgina og sjá hvernig hún er að þróast fyrir þá sem hjóla. Hjólað verður í um einn og hálfan tíma og stoppað nokkuð víða. -
25. janúar - Nöfn á lykilstígum
Í ferðinni ætlum við að hjóla eftir nokkrum stígum sem nýlega fengu nöfn í Reykjavík. Mánaleið, Sólarleið og Bæjarleið. -
8. febrúar - Fyrsti áfangi fyrirhugaðrar Borgarlínu
Í ferðinni ætlum við að hjóla í legu fyrsta áfanga fyrirhugaðrar Borgarlínu. Hjólað verður frá Hlemmi í Hamraborg. -
22. febrúar - Fyrsti áfangi fyrirhugaðarar Borgarlínu
Í ferðinni ætlum við að hjóla í legu fyrsta áfanga fyrirhugaðrar Borgarlínu frá Hlemmi í Ártún. -
7. mars - Samgönguhjólreiðar á götum
Vegna veðurspár e ákveðið að fara þangað sem veðrið ber okkur eftir götum borgarinnar. Vegna verkfalls eru stígar ekki ruddir. -
21. mars - Útivistarstígar Grótta
Covid veiran hefur áhrif og 2 m fjarlægð haldið á útivistarstígum. -
4. apríl - Útivistarstígar í Smáralind.
Í Smáralind er nýbúið að setja upp betri hjólastæði sem við ætlum að skoða. Vegna Covid verður kaffið í Smáralindinni með 2m reglunni. -
18. apríl - Níu brúa sýn í Eyjaálfu.
Í síðustu ferð vetrarins ætlum við að hjóla yfir þær göngu- og hjólabrýr sem hafa verið reistar undanfarna áratugi yfir götur á Stór-Seltjarnarnesinu frá Elliðaánum að Fossvogi. Þessar brýr greiða för en það að þurfi að reisa þær er líka sjúkdómseinkenni því stofnbrautirnar skera borgina niður í Eyjaálfu þar sem ferð gangandi og hjólandi er tálmuð með stórfljótum stofnbrautanna. Á tímum Covid veirunnar er gott að skoða þessar brýr því umferðin er mun minni en venjulega.
Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borg og bý eftir rólegum götum og stígum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í bænum. Mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.
