Hjólaferðir LHM hafa legið niðri á haustmánuðum 2020 vegna takmarkana á félagsstarfi vegna Covid. Nú leyfa takmarkanir aftur hjólaferðir og því gerum við ráð fyrir að ferðir LHM frá Hlemmi á laugardagsmorgnum hefjist aftur núna í janúar og standi til loka apríl. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Farið er annan hvern laugardag.
-
9. janúar - Hjólað um miðborgina
Í fyrstu ferðinni eftir áramót ætlum við að hjóla um miðborgina og sjá hvernig hún er að þróast fyrir þá sem hjóla. Hjólað verður í um einn og hálfan tíma og stoppað nokkuð víða. -
23. janúar - Hjólað í Smáralind
Það er hægt að hjóla í Smáralind og meira að segja er nú komin fín innanhús aðstaða fyrir hjólandi í Smáralindinni og við ætlum að kíkja á hana. -
6. febrúar - Borgarlínan
Frumdrög að fyrstu áfanga Borgarlínu voru kynnt 5. febrúar. Í ferðinni ætlum við að hjóla og skoða þennan fyrsta áfanga. Hlemmur - Hamraborg. -
20. febrúar - Borgarlína
Frumdrög að fyrstu áfanga Borgarlínu voru kynnt 5. febrúar. Í ferðinni ætlum við að hjóla og skoða þennan fyrsta áfanga. Hlemmur - Ártúnshöfði. -
6. mars - Kirkjugarðar
Við hjólum um nokkra kirkjugarða borgarinnar og greftrunarstaði afbrotamanna. -
20. mars - Þingholtin, hæðir og lægðir.
Við munum halda okkur vestan við Hlemm í ferð dagsins. Þingholtið verður skoðað ofan í kjöl og við endum í léttum hádegisverði einhvers staðar á svæðinu. -
3. apríl - Dysjar og kirkjugarður
Við hjólum í Kópavog og lítum á kirkjugarðinn og dysjar afbrotamanna. -
17. apríl - Óvissuferð
Við látum veðrið ráð för.
Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borg og bý eftir rólegum götum og stígum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í bænum. Mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.
