Bréf til þéttbýlissveitarfélaga á landsbyggðinni vegna samgönguviku

Landssamtök hjólreiðamanna hvöttu sveitarfélög með þéttbýli á landsbyggðinni til að taka þátt í samgönguviku.
 
Í flestum þéttbýlum á landsbyggðinni eru fjarlægðir mjög stuttar og ætti að vera auðvelt og þægilegt að ganga og hjóla milli áfangastaða innan þéttbýla. Það er til mikils að vinna því
hver km sem er gengin eða hjólaður mengar ekki og bætir heilsuna. Á stuttum vegalengdum í köldu starti eyða bílar líka mestu eldsneyti og menga mest. Ábyrgð okkar sem borgara og
stjórnmálamanna er mikil að draga úr mengun og losun koltvísýrings og stuðla að betri lýðheilsu með almennri hreyfingu.
 
 
 Bréf til sveitarfélaga á landsbyggðinni með þéttbýli.
 
Ferðavenjur allra landsmanna voru mældar í ferðavenjukönnun haustið 2019. könnuninni stóðu samgönguráð og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin
var sú fimmta á höfuðborgarsvæðinu, en sú fyrsta sinnar tegundar utan þess. Athygli vekur að ferðavenjur höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni eru merkilega líkar, eins og sjá má á mynd að neðan og tiltölulega lítill munur er á hlutfalli virkra samgöngumáta eftir landshlutum. Þessi stóra mynd felur þó sennilega meiri breytileika sem er á milli þéttbýla á landsbyggðinni. Þar kemur að hlutverki hvers sveitarfélags um sig. Ríkið mun sennilega seint standa fyrir ferðavenjukönnunum sem svara því hverjar ferðavenjur eru á litlum stöðum. Daglegar ferðavenjur eru mikilvægar fyrir lýðheilsu. Að hvetja til virka ferðavenja í daglegu amstri er sennilega besta leiðin til að vinna gegn ofþyngd og fylgikvillum hreyfingarleysis.