Borgarlínan - forkynning breyting á aðalskipulagi Rvk. og Kóp.

Umsagnarnefnd Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað kynningu á drögum að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélaganna Kópavogs og Reykjavíkurborgar.

Drög að breytingartillögum í Kópavogi og Reykjavík fjalla um tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva. Í drögum að skipulagsgögnum eru jafnframt kynntar hugmyndir að leiðbeinandi staðsetningum almennra stöðva, viðmiðum um hönnun göturýmis og forgang almenningssamgangna og virkra ferðamáta. Jafnframt var skoðuð skýrsla um Borgarlínuna 1. lotu, 1. útgáfa.

 

 Drögin á samráðsgatt.

 

 Umsögn LHM.