Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) vilja að hægt sé að sinna öllum helstu athöfnum daglegs lífs með auðveldum hætti með því að hjóla eða ganga. Ef íbúar vilja skila skilagjaldskyldum umbúðum í dag þurfa þeir oftast að fara langa leið og er óþægilegt fyrir marga að ganga eða hjóla 5-10 km til að koma umbúðum til skila í flöskumóttöku Endurvinnslunnar. Í nágrannalöndum okkar eru þeir aðilar sem selja þessar vörur í smásölu einnig skuldbundnir til að taka við umbúðunum aftur á sölustað. Til að ná því markmiði að hægt sé að skila umbúðum auðveldlega með því að ganga eða hjóla leggja LHM til að smássalar verði skyldaðir til að taka á móti einnota umbúðum á sölustað. Til eru handhægar söfnunarvélar sem lesa strikamerki og þjappa umbúðum síðan saman þannig að flutningur þeirra verður fyrirferðarminni. Að auki mundi þetta fyrirkomulag að öllum líkindum leiða til betri skila á umbúðum auk þess sem betri yfirsýn getur fengist yfir skil á umbúðum.
Tillaga:
Fulltrúi LHM mætti á netfund Umhverfis- og samgöngunefndar þann 25. mars og mælti fyrir tillögu samtakanna. Fyrirspurn kom frá nefndarmanni og var reynt að svara henni með töluvpósti þann sama dag. Hann er hér að neðan: