Þeir sem hjóla til samganga eru líklegri til að ná daglegum hreyfimarkmiðum stjórnvalda

Hjólað í Kaupmannahöfn

Þeir sem hjóla til samgangna í Englandi eru fjórum sinnum líklegri til að ná markmiðum breskra stjórnvalda um daglega hreyfingu, sem er 150 min hreyfing á viku.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Brunel háskólans í London sem greinir frá rannsókn sem doktorsneminn Glenn Stewart gerði. Munurinn er enn meiri í stórborginni London. Þeir sem búa í miðborg London eru sex sinnum líklegri til að ná hreyfimarkmiðum heldur en þeir sem ferðast á milli í strætó, lest eða bíl.

Glenn Stewart sem er nemandi í lýðheilsu við Brunel háskólann birtir niðurstöður sínar í tímaritinu Journal of Public Health. Hann notaði gögn úr hreyfivenjukönnun Englands (English Active People Survey APS) til að bera saman þá sem notuðu reiðhjól til samgangna við þá sem ferðuðust með öðrum hætti til vinnu.

"Ég var alveg bit yfir því hve mikil áhrif hjólreiða voru en ég bjóst í sjálfu sér við að finna einhvern mun" sagði Glenn. "Mörgu fólki óar við að hreyfa sig í 150 minútur á viku en ef það er hluti af daglegum samgönguvenjum er erfitt að ná ekki þessum hreyfimarkmiðum. Ef maður hjólar 15 mínútur á dag úr og í vinnu fimm daga vikunnar nær maður þessum 150 minútum auðveldlega. Það er athyglisvert að áhrifin eru jafnvel meiri í miðborg London, þar sem borgin hefur fjárfest í hjólastígum undanfarin ár, ef stjórnvöld hvetja til samgangna á reiðhjólum eru miklir möguleikar á að bæta heilsu og hreysti íbúa á Bretlandseyjum."

Rannsókn Glenn Stewart: 

Quantifying the contribution of utility cycling to population levels of physical activity: an analysis of the Active People Survey. Glenn Stewart, Nana Kwame Anokye, Subhash Pokhrel