Hjólandi íbúar Hollands lifa 6 mánuði lengur

Í frétt á heimasíðu Háskólans í Utrecht er sagt frá nýrri rannsókn á áhrifum hjólreiða á heilsufar Hollendinga. Hjólreiðamenn í Hollandi lifa að meðaltali sex mánuðum lengur en þeir sem ekki hjóla.
Hjólað í Utrecht
Hjólandi í Utrecht
Á hverju ári koma hjólreiðar í veg fyrir um 6.500 ótímabær dauðsföll í Hollandi. Þetta kemur fram í rannsókninni "Heilbrigðir lífshættir í þéttbýli" sem gerð er af vísindamönnum í Háskólanum í Utrecht. Niðurstöður voru birtar í ritinu "American Journal of Public Health" 11. júní 2015.
 
Meðalmaðurinn í Hollandi hjólar um 75 mínútur á viku og er það um fjórðungur af öllum ferðum í landinu. Það var vitað að hjólamenning Hollendinga hefði áhrif á heilbrigði en að þau væru svona mikil eru menn fyrst að gera sér grein fyrir núna. Vísindamennirnir notuðu tölfræði um hlutdeild hjólreiða og reiknivél Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í rannsókninni.
 
Lífa hálfu ári lengur

Reiknivélin gerði rannsakendum kleift að að meta hve mikið dánartíðnin lækkar vegna almennra hjólreiða íbúanna. Dr. Carlijn Kamphuis segir: "Gögnum safnað í ferðavenjukönnun hagstofunnar sýnir hvernig um 50.000 íbúar ferðast á milli staða. Þessi gögn voru sett í reiknilíkan WHO. Útfrá því gátum við áætlað að ef menn hjóla í klukkutíma lifa menn að meðaltali klukkutíma lengur. Fyrir Hollensku þjóðina þýðir það að menn lifa að meðaltali sex mánuðum lengur þegar hjólað er í 75 minútur á viku. Áætla má að hjólreiðar Hollendinga komi í veg fyrir um 6.500 ótímabær dauðsföll á ári"

Mikill ávinningur
"Þetta eru mikilvægar upplýsingar til að sannfæra stjórnendur og stjórnmálamenn um mikilvægi þess að bæta aðstæður til hjólreiða", segir Kamphuis. "Tölurnar tala sínu máli. Fjárfesting í t.d. hjólastígum skilar sér fljótt aftur vegna mikilla heilsuáhrifa daglegrar hreyfingar og sparnaðar í heilbrigðiskerfinu. Önnur jákvæð áhrif meiri hjólreiða eru t.d. betri loftgæði í þéttbýli, minni bílaumferð og sparnaður vegna bættrar heilsu og minni veikinda."
 
Holland sem fyrirmynd
Samstarfsmaður Kamphuis, Dr. Elliot Fishman, sem er yfirmaður "Stofnunar skynsamlegra samgangna" í Melbourne í Ástralíu, segir: "að þegar litið er til jákvæðra áhrifa hjólreiða á heilsu getur Holland bent á þessar niðurstöður sem fyrirmynd fyrir önnur lönd í heiminum. Hvergi er hjólað meira en í Hollandi."
 

 


English
 
News story from the University of Utrecht:
 
Netherlands sets global benchmark for cycling
Dutch bikers live six months longer
 
Cyclists in the Netherlands live on average six months longer than their non-biking counterparts. Each year about 6.5 thousand* deaths are prevented in the country. These are the findings of the Healthy Urban Living research program undertaken at the University of Utrecht, published in the June 11 edition of the American Journal of Public Health.
 
The average Dutch person cycles about 75 minutes each week. That accounts for over a quarter of all trips made. We knew that our cycling culture made us healthier, but it wasn’t until recently that we learnt just how much. Researchers from Utrecht combined cycling statistics with the World Health Organisation’s (WHO) new computational tool for the study.
 
Living half a year longer
The calculation tool enabled Utrecht University researchers to estimate how much the death rate in the Netherlands decreases through regular bicycle use.  Researcher Dr Carlijn Kamphuis notes: "Data collected via the Research Movements in the Netherlands survey shows the mobility of approximately 50,000 Dutch people. This data was entered into the WHO system. From it we were able to calculate that on average, for every hour of cycling people live about an hour longer. For Dutch people, that equates to living for about six months longer for every 75 minutes of cycling each week. Additionally, it appears that about 6.5* thousand premature deaths are saved each year through cycling."
 
Hard numbers
"This is important information to convince policy makers about the significance of promoting cycling measures" says Kamphuis. "The figures speak for themselves. An investment in better cycle paths, for example, is easily recovered through the enormous health benefits and potential financial savings. There are also other benefits from cycling including improved air quality, reduced traffic and as people move more, less burden due to illness. "
 
The Netherlands as a benchmark
Co-researcher Dr. Elliot Fishman, current director of the Institute for Sensible Transport in Melbourne, said: "When it comes to the benefits of cycling, the Netherlands can present these figures as a benchmark to the rest of the world. Nowhere in the world do people cycle as much as they do in the Netherlands. "
 
Publication
Fishman, E., Schepers, P., & Kamphuis, C. Dutch Cycling: Quantifying the Health and Related Economic Benefits. American Journal of Public Health. doi:10.2105/AJPH.2015.302724

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.