Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Flokkur: Fróðleikur

Stofnbrautir hjólreiða - Rýni áætlana

Í desember 2008 kom út ágæt skýrsla hjá Vegagerðinni sem ber nafnið: "Stofnbrautir hjólreiða - Rýni áætlana". Verkefni þetta er tilkomið vegna hugmynda um uppbyggingu samgöngunets hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu og nýfenginnar heimildar Vegagerðarinnar til að veita fé til hjólreiðastíga.

Flokkur: Fróðleikur

Forgangsakreinar líka fyrir hjólandi umferð

LHM hefur barist fyrir því að hjólreiðamenn fái að nota þær forgangsakreinar sem miklu skattfé almennings hefur verið varið í. Í dag eru aðeins skilti og merkingar sem segja til um hverjir mega nota þær en í þeim drögum að nýjum umferðarlögum sem sýndar voru í september 2009 var gert ráð fyrir að sveitafélög settu reglur um notkun þessara sérreina.

En hver var tilgangurinn með lagningu þessara forgangsakreina?

Flokkur: Fróðleikur

Hjálmaskyldu aflétt í ljósi slæmrar reynslu

Samkvæmt þessari frétt frá Ísrael stendur til að aflétta skyldunotkun reiðhjólahjálma að hluta til. Þetta er gert í ljós þeirrar reynslu að skyldunotkun reiðhjólahjálma elur á ótta, hún hræðir fólk frá því að nota hjólið til samgangna og í bílana með tilheyrandi aukningu í umferð einkabíla, aukinni mengun og slysum.

Flokkur: Fróðleikur

Saknæmt að hjóla í Dallas

Ein ástæðan fyrir því að LHM er á móti því að notkun reiðhjólahjálma verði skylduð með lögum er sú að við teljum það engan glæp að hjóla án reiðhjólahjálms en í Dallas er fólk sektað og sent fyrir dómstóla fyrir það eitt að hjóla án reiðhjólahjálms.

Flokkur: Fróðleikur

Hjólateljarar eða Cykelbarometeret

hjolateljariHjólateljarar eða Cykelbarometeret eru nýjung í Danmörk. Þeir telja hjólreiðafólk á ákveðnum stöðum og þú getur séð hversu margir hafa hjólað leiðina á undan þér þann dag og fylgst með þróuninni. Það er ágætur mælikvarði á hversu hjólavæn borg er hversu margir hjóla.