Forgangsakreinar líka fyrir hjólandi umferð

LHM hefur barist fyrir því að hjólreiðamenn fái að nota þær forgangsakreinar sem miklu skattfé almennings hefur verið varið í. Í dag eru aðeins skilti og merkingar sem segja til um hverjir mega nota þær en í þeim drögum að nýjum umferðarlögum sem sýndar voru í september 2009 var gert ráð fyrir að sveitafélög settu reglur um notkun þessara sérreina.

En hver var tilgangurinn með lagningu þessara forgangsakreina?

Í lýsingu á verkefninu stendur meðal annars:

"Í sumum tilvikum eru reinarnar aðeins ætlaðar strætisvögnum og leigubifreiðum en í öðrum mega hjólreiðamenn og fólksbílar með a.m.k. 1-2 farþega nota þær".

Það virðist því aðeins vanta pólitíska ákvörðun um að nýta þessa fjárfestingu til að greiða leið hjólreiðamanna, og hvetja fólk þannig til að velja hjólið fram yfir einkabílinn sem er einmitt tilgangurinn með þessum sérreinum. Það þarf bara nokkur skilti og féttatilkynningu.

Sjá nánar tengdar greinar hjá okkur og verkefnislýsingu á vef Vegagerðarinnar: {japopup type="iframe" content="http://www.vegagerdin.is/um-vegagerdina/rannsoknir-og-throun/ransoknaverkefni/almverkefni2009//e583ec5dd9942fe60025759a003381c5?OpenDocument" width="1000" height="600" }Forgangsakreinar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu{/japopup}


 

Forgangsakreinar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu

Heiti verkefnis : Forgangsakreinar almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu
Verkefnastjóri : Þórarinn Hjaltason


Stutt lýsing á verkefninu:

Ljóst er að skipting milli mismunandi ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu er í miklu ójafnvægi. Notkun einkabílsins er ráðandi og hlutdeild almenningssamgangna, gangandi og hjólandi vegfarenda og annarra ferðamáta er mjög lítil. Margir þættir hafa bein eða óbein áhrif á það hvort fólk velur að ferðast með almenningssamgöngum. Í því sambandi má nefna þætti sem tengjast gæðum og þjónustu almenningssamgangna, t.d. aðgengi að þeim, leiðakerfi, tíðni ferða, fjölda skiptinga, áreiðanleika, ferðatíma, forgang í umferðinni, fargjöld og þægindi. Einnig geta tekjur einstaklinga, stofn- og rekstrarkostnaður bifreiðar, bílastæðakostnaður, framboð bílastæða, viðhorf til almenningssamgangna, viðhorf til umhverfismála og fleira haft áhrif á valið. Í verkefni þessu er ætlunin að taka fyrir einn þessara áhrifaþátta; forgang almenningssamgangna í umferðinni. Forgangsakreinar strætisvagna geta stytt ferðatíma verulega, ekki síst á álagstímum í upphafi og lok vinnudags. Með forgangsstýrðum umferðarljósum má einnig minnka tafir enn frekar á ferðum vagnanna. Þeir geta þá keyrt framhjá kyrrstæðum bílum í umferðaröngþveiti og það bætir stöðu þeirra verulega í samkeppninni við einkabílinn. Aukin notkun almenningsvagna getur einnig myndað nýjar forsendur fyrir bættri þjónustu, t.d. aukinni tíðni ferða.

Verkefnið verður í grófum dráttum tvískipt. Annars vegar verður fjallað almennt um forgangsakreinar fyrir almenningssamgöngur. Litið verður til fyrirmynda í öðrum löndum (f.o.f. á Norðurlöndunum og í Norður- Evrópu) þar sem vel hefur tekist til með forgangsakreinar og þar með aukningu á notkun almenningssamgangna á kostnað einkabílsins. Hins vegar verður farið í gegnum mögulegar lausnir á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður bæði fjallað um hugsanlega útfærslu forgangsakreinanets fyrir svæðið og staðsetningu reinanna í götuþversniði en einnig verður farið yfir mismunandi notkunarmöguleika þessara akreina. Í sumum tilvikum eru reinarnar aðeins ætlaðar strætisvögnum og leigubifreiðum en í öðrum mega hjólreiðamenn og fólksbílar með a.m.k. 1-2 farþega nota þær (e. HOV). Eins eru dæmi um kerfi þar sem ökumenn mega nota reinarnar gegn gjaldi (e. HOT).

Tilgangur og markmið:

Aðalmarkmið verkefnisins er að fara yfir mögulegar útfærslur forgangsakreina fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Með tilkomu þessara reina mun ferðatími styttast og auðveldara verður fyrir vagnstjóra að halda tímaáætlun. Ef vel tekst til mun ásókn í þennan ferðamáta aukast svo um munar og það verður til þess að draga úr álagi á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.