Stofnbrautir hjólreiða - Rýni áætlana

Í desember 2008 kom út ágæt skýrsla hjá Vegagerðinni sem ber nafnið: "Stofnbrautir hjólreiða - Rýni áætlana". Verkefni þetta er tilkomið vegna hugmynda um uppbyggingu samgöngunets hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu og nýfenginnar heimildar Vegagerðarinnar til að veita fé til hjólreiðastíga.

Lesið skýrsluna hér.


Stofnbrautir hjólreiða - Rýni áætlana

Desember 2008

1. INNGANGUR
Verkefni þetta er tilkomið vegna hugmynda um uppbyggingu samgöngunets hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu og nýfenginnar heimildar Vegagerðarinnar til að veita fé til hjólreiðastíga. Líklegast er að hjólreiðar nýtist til samgangna í þéttbýli og því er lögð áhersla á áætlanagerð er myndi nýtast samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Nýfengin heimild Vegagerðarinnar í Vegalögum kveður á um uppbyggingu samkvæmt sérstakri áætlun. Það er nauðsynlegt að líta til þess hvers kyns aðferðarfræði skuli beita við mótun slíkrar áætlunar.

Verkefnið hefur það að markmiði að leita fyrirmynda að því hvernig sé staðið að skilgreiningu samgöngukerfis hjólreiða í öðrum löndum og meða hvaða hætti áætlanagerð er unnin.

Farið hefur verið yfir skýrslur, stefnuskjöl, leiðbeiningar og rannsóknir um hjólreiðar sem samgöngutæki. Fanga hefur verið leitað á norðurlöndum og í hinum enskumælandi heimi. Tvenns konar skjöl hafa verið til skoðunar sérstaklega:

  • Stefnumótun systurstofnana Vegagerðarinnar sem aðallega fjalla um kerfið sjálft og öryggismál.
  • Áætlanir um hjólreiðar í borgum sem auk umfjöllunar um kerfið sjálft fjalla um notendur og væntanlega notendur kerfanna.

Auk þess voru ýmsar skýrslur sjálfstæðra rannsóknarstofnana og félagasamtaka rýndar.

Að vinnu þessa verks komu: Sverrir Bollason, Fríða Björg Eðvarðsdóttir og Guðmundur H. Arngrímsson fyrir hönd VSÓ Ráðgjafar. Fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Umhverfis- og samgöngusviðs, var Pálmi Freyr Randversson.

 

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.