Götunum sem lokað var í miðbæ Reykjavíkur breytast úr ferðaleiðum í aðlaðandi staði samkvæmt rannsóknarhópnum Borghildi eins og kom fram í frétt Stöðvar 2. Borghildur stóð fyrir viðhorfskönnun um göngugötuna Laugaveg í lok júní. „Athygli vakti að nokkrir rekstraraðilar sem voru á móti tilrauninni tóku sérstaklega fram að þetta myndi líklega ekki hafa neikvæð áhrif á þeirra eigin rekstur en að þeir væru engu að síður á móti tilrauninni til að sýna samhug með öðrum rekstraraðilum.“
Hjólaþjófnaður er vandamál sem lögreglan sinnir stundum ekki nógu vel og fær því að viðgangast. Lögreglan í Amersfoort í Hollandi vildi gera betur og setti í gang sex mánaða átak í desember síðastliðnum. Hún kemur fyrir nokkurskonar tálbeitum, hjólum sem stundum eru læst og stundum ekki, en öll eru þau búin GPS staðsetningarbúnaði sem gefur lögreglunni merki þegar hjólið er tekið og vísar henni beint á þjófinn.
Stúlkur sem hjóla eða ganga til skóla fá betri einkunnir og skora hærra í greindarmælingum, ef marka má nýlega spænska rannsókn frá Spanish National Research Council, rannsóknarstofnun í eigu ráðuneytis menntunar og þróunar þar í landi. Sama virðist ekki gilda um drengi, því ekki fannst sjáanlegur munur á námsárangri drengja sem gengu eða hjóluðu í stað þess að vera keyrðir til skóla. þátttakendur í rannsókninni voru um sautján hundruð táningar í fimm borgum. Sextíu og fimm af hundraði sögðust ganga eða hjóla til skóla á morgnanna. Um níu hundruð stúlkur tóku þátt í rannsókninni.
Hér er er að finna erindi ráðstefnu sem haldin var í Óðinsvé 9-10. júní 2010. Þar eru fjölmörg erindi sem tengjast þörfum eldra fólks í tengslum við hjólreiðar frá Danmörk, Hollandi og Bretlandi.
Nú að loknum sveitastjórnarkosningum koma margir nýjir aðilar að borðinu í við stjórn og skipulagningu samgöngumála. ECF evrópusamband hjólreiðamanna sem LHM er aðili að hefur verið þáttakandi í verkefninu Presto. Þar hefur verið safnað saman þekkingu á því hvernig best er standa að málum þegar auka á hlut reiðhjólsins. Þetta ættu allir sem málið varðar lesa áður en lengra er haldið því þarna er bent á margar leiðir og sem ekki hafa verið prófaðar á Íslandi enn en eru líklegar til árangurs enda hafa þær sannað sig annars staðar í Evrópu.
27-28. maí var haldin ráðstefna um mjúka vegfarendur (Svage trafikanter) í Kaupmannahöfn.
Hér er finna erindi sem voru á þeirri ráðstefnu, m.a. eitt frá Íslandi.
Mexikóborg hefur nýlega bakkað með löggjöf sem reyndi að þvinga hjólreiðamenn til að nota hjálma. Hér er frásögn af aðdraganda hjálmaskyldu og hvernig og með hvaða rökum var snúið við.
Það er leitun að góðum kynningum á hjólreiðum sem hvetja til hjólreiða á áhrifaríkan hátt. Enn meiri leitun er að góðum kynningarmyndböndum sem eru virkilega góðar. En Con Bici al Instituto og Bacc hefur tekist sérlega vel upp í gerð þessa myndbands sem að auki sýnir nokkur þau atriði sem ber að forðast og hvernig er öruggast að bera sig að.
Page 2 of 5