Fréttir, umfjöllun, rannsóknir og fl. tengt  málefnum  hjólandi fólks.

Flokkur: Fróðleikur

Hjólaþjófar gómaðir með tálbeitum

1295975457605-1p6deskpfpaco-280-751Hjólaþjófnaður er vandamál sem lögreglan sinnir stundum ekki nógu vel og fær því að viðgangast. Lögreglan í Amersfoort í Hollandi vildi gera betur og setti í gang sex mánaða átak í desember síðastliðnum. Hún kemur fyrir nokkurskonar tálbeitum, hjólum sem stundum eru læst og stundum ekki, en öll eru þau búin GPS staðsetningarbúnaði sem gefur lögreglunni merki þegar hjólið er tekið og vísar henni beint á þjófinn.

Flokkur: Fróðleikur

Stúlkur sem hjóla eða ganga til skóla skora hærra á greindarprófum

smugan-hjolreidarStúlkur sem hjóla eða ganga til skóla fá betri einkunnir og skora hærra í greindarmælingum, ef marka má nýlega spænska rannsókn frá Spanish National Research Council, rannsóknarstofnun í eigu ráðuneytis menntunar og þróunar þar í landi. Sama virðist ekki gilda um drengi, því ekki fannst sjáanlegur munur á námsárangri drengja sem gengu eða hjóluðu í stað þess að vera keyrðir til skóla. þátttakendur í rannsókninni voru um sautján hundruð táningar í fimm borgum. Sextíu og fimm af hundraði sögðust ganga eða hjóla til skóla á morgnanna. Um níu hundruð stúlkur tóku þátt í rannsókninni.

Flokkur: Fróðleikur

Hvernig stjórnvöld geta aukið hlut reiðhjólsins

presto_pic_webNú að loknum sveitastjórnarkosningum koma margir nýjir aðilar að borðinu í við stjórn og skipulagningu samgöngumála. ECF evrópusamband hjólreiðamanna sem LHM er aðili að hefur verið þáttakandi í verkefninu Presto. Þar hefur verið safnað saman þekkingu á því hvernig best er standa að málum þegar auka á hlut reiðhjólsins. Þetta ættu allir sem málið varðar lesa áður en lengra er haldið því þarna er bent á margar leiðir og sem ekki hafa verið prófaðar á Íslandi enn en eru líklegar til árangurs enda hafa þær sannað sig annars staðar í Evrópu.

Flokkur: Fróðleikur

Bakkað með hjálmalög

ecfMexikóborg hefur nýlega bakkað með löggjöf sem reyndi að þvinga hjólreiðamenn til að nota hjálma. Hér er frásögn af aðdraganda hjálmaskyldu og hvernig og með hvaða rökum var snúið við.

Flokkur: Fróðleikur

Besta myndbandið sem bæði hvetur til hjólreiða og fræðir um öryggi

BACC_studine

Það er leitun að góðum kynningum á hjólreiðum sem hvetja til hjólreiða á áhrifaríkan hátt. Enn meiri leitun er að góðum kynningarmyndböndum sem eru virkilega góðar.  En Con Bici al Instituto  og Bacc hefur tekist sérlega vel upp í gerð þessa myndbands sem að auki sýnir nokkur þau atriði sem ber að forðast og hvernig er öruggast að bera sig að. 

Flokkur: Fróðleikur

Áhrifaríkara en nokkur pilla

nordjyskeÞað munar um verulega um það að hjóla til og frá vinnu þó leiðin sé ekki löng og það þarf ekki sérstakan hjólafatnað eða að hjóla sig kófsveittann til að njóta ávinningsins. Dánartíðni þeirra sem hjóla reglulega er 30% lægri en hinna og það er árangur sem engin pilla leikur eftir.