Stúlkur sem hjóla eða ganga til skóla skora hærra á greindarprófum

smugan-hjolreidarStúlkur sem hjóla eða ganga til skóla fá betri einkunnir og skora hærra í greindarmælingum, ef marka má nýlega spænska rannsókn frá Spanish National Research Council, rannsóknarstofnun í eigu ráðuneytis menntunar og þróunar þar í landi. Sama virðist ekki gilda um drengi, því ekki fannst sjáanlegur munur á námsárangri drengja sem gengu eða hjóluðu í stað þess að vera keyrðir til skóla. þátttakendur í rannsókninni voru um sautján hundruð táningar í fimm borgum. Sextíu og fimm af hundraði sögðust ganga eða hjóla til skóla á morgnanna. Um níu hundruð stúlkur tóku þátt í rannsókninni.

Erlingur Jóhannesson segir það ekki koma sér á óvart að hreyfing bæti árangur nemenda. Erlingur er íþróttalífeðlisfræðingur og hefur rannsakað lífstíl skólabarna á Íslandi. „Það eru fullt af rannsóknum sem sýna tengsl milli íþrótta- og tómstundaiðkunar og svo námsárangurs. Við sjáum það í okkar rannsóknum að regluleg hreyfing ýtir undir betri hegðun, meiri aga og bættan námsárangur.“ Hann segist ekki getað sagt með fullri vissu hvers vegna það eigi ekki við um bæði kynin í þessari rannsókn. „Það er auðvitað menningatengdur munur á okkur og Spánverjum. Það getur tengst því hvaða íþróttastarf er í boði og svo er það oft þannig að afreksmatið höfðar ekki til stúlkna.“

Erlingur segir allt varðandir hreyfingu vera mjög háð umhverfinu  þannig spili aðstaða og aðgengi gríðarlega stórt hlutverk sem og möguleikar á þjálfun og tómstundum. „Við finnum ekki mun á þeim sem ganga til skóla eða keyra og höfum ekki mikið verið að líta á mun milli kynja.  Vandinn er sá að á íslandi eru árgangar svo litlir að við getum illa séð tölfræðilegan mun. Það eru ekki nema um fjögur þúsund í árgangi allt í allt.“ Erlingur segir þó nemendur sem ganga séu klárlega fljótari að vinna inn ráðlagðan klukkutíma af hreyfingu á hverjum degi.

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Frétt af Smugunni 27.12.2010: http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/4774

Og önnur um sama efni á Treehugger: http://www.treehugger.com/files/2010/12/biking-makes-teens-smarter.php

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.