„Áberandi stærra hlutfall vegfarenda en rekstraraðila var hlynntur göngugötutilrauninni, eða um 82% á móti 43%. Um 76% vegfarenda töldu að lokun fyrir bílaumferð myndi hafa annað hvort jákvæð eða engin áhrif á verslunarhegðun þeirra, en um 43% rekstraraðila töldu hinsvegar að viðskipti myndu minnka. Þessi ólíku viðhorf notenda annars vegar og rekstraraðila hins vegar vekja upp flóknar spurningar um hagsmunum hverra eigi að fylgja. Í kjölfarið vaknar upp spurning um eignarhald götunnar, er gatan eign rekstraraðila eða borgarbúa?“
Lesið viðhorfskönnunina og fleira fróðlegt á vef Borghildar: borghildur.info
Skoðið {japopup type="iframe" content="http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVE9A041E5-5E99-411C-9FA0-F47E38894A89" width="1000" height="650" }frétt Stöðvar 2 hér{/japopup} 21. júlí 2011.
Viðhorfskönnun
Borghildur stóð fyrir viðhorfskönnun um göngugötuna Laugaveg í lok júní. Sambærileg könnun verður endurtekin í lok júlí þegar tilraun um göngugötu er á enda. Í könnuninni var leitast við að spyrja alla verslunar- og veitingastaðaeigendur sem reka verslanir á þeim hluta Laugavegs sem nú hefur verið lokað fyrir bílaumferð. Aðeins náðist tal af 56% rekstraraðila. Þeir sem ekki náðist í voru ekki við dagana sem könnunin fór fram, né heldur svöruðu þeir tölvupóstum og/eða símhringingum. Starfsmenn sumra verslana sögðu að eigendur væru sjaldan eða aldrei við.
Athygli vakti að nokkrir þeirra sem voru á móti tilrauninni tóku sérstaklega fram að þetta myndi líklega ekki hafa neikvæð áhrif á þeirra eigin rekstur en að þeir væru engu að síður á móti tilrauninni til að sýna samhug með öðrum rekstraraðilum.
Vegfarendur voru einnig spurðir um viðhorf sitt til tilraunarinnar, hvort gera ætti Laugaveg að göngugötu varanlega og hvort þeir teldu að verslunarhegðun þeirra myndi breytast í kjölfar lokunar fyrir bílaumferð. Skoðanir vegfarenda eru nokkuð ólíkar þeim sem birtast meðal rekstraraðila. Almenningur virðist jákvæðari í garð tilraunarinnar.
Áberandi stærra hlutfall vegfarenda en rekstraraðila var hlynntur göngugötutilrauninni, eða um 82% á móti 43%. Um 76% vegfarenda töldu að lokun fyrir bílaumferð myndi hafa annað hvort jákvæð eða engin áhrif á verslunarhegðun þeirra, en um 43% rekstraraðila töldu hinsvegar að viðskipti myndu minnka. Þessi ólíku viðhorf notenda annars vegar og rekstraraðila hins vegar vekja upp flóknar spurningar um hagsmunum hverra eigi að fylgja. Í kjölfarið vaknar upp spurning um eignarhald götunnar, er gatan eign rekstraraðila eða borgarbúa?
Borgarstiklur
Sumarið 2011 mun Borghildur rannsaka mannlífið í miðbæ Reykjavíkur. Lögð verður sérstök áhersla á áhrif breytinga á götum og torgum bæjarins, bæði stórum og smáum. Fylgst verður ítarlega með Laugavegi, sem gerður verður að göngugötu 1. júlí næstkomandi, Austurstræti skoðað sérstaklega með tilliti til nýbygginga á horni og lokun fyrir bílaumferð. Að lokum er Borghildur í samstarfi við verkefnið Torg í biðstöðu sem styrkt er af Reykjavíkurborg. Torg í biðstöðu eru tímabundin verkefni nokkurra mismunandi hópa á hinum ýmsu torgum í miðborginni. Mun hver hópur ættleiða eitt til tvö torg og reyna eftir fremsta megni að glæða þau lífi.
Borghildur leitast við að finna og nota tæki til að rannsaka hvernig vegfarendur skynja umhverfi sitt.
Rannsóknirnar byggist á ýmsum aðferðum og notast Borghildur við myndbönd, hljóðupptökur, talningar og kortagerð. Reynt verður að fanga borgarbraginn fyrir breytingar og sjá og skrá hvort og/eða hvernig hann breytist í kjölfar þeirra. Þá er meðal annars átt við hvort gangandi og hjólandi vegfarendum fjölgar, hvort fleiri staldri við á svæðunum og hvort fólk nýti götuna sjálfa til ferðalags og íverustaðar.
Borghildur reynir að vekja athygli á því sem dregur að vegfarendur og benda á það sem virðist virka fráhrindandi á fólk. Niðurstöður og vangaveltur Borghildar munu birtast jafnóðum hér á heimasíðunni í formi örmynda og pistla, sem saman mynda Borgarstiklur.
Borgaraleg hegðun
Sumarið 2010 lagði Borghildur upp í rannsóknarleiðangur um miðbæ Reykjavíkur. Viðfangsefnið var mannlíf í borginni. Borgaraleg hegðun samanstendur af kvikmynd og rannsóknarskýrslu um viðfangsefnið. Verkefnið er innblásið af rannsóknum borgarfrömuðsins William H. Whyte og arkitektsins Jan Gehl. Kvikmyndin Borgaraleg hegðun var sýnd fyrir fullu húsi í BíóParadís 3. desember 2010.
Hér er stikla úr myndinni.
{japopup type="iframe" content="http://player.vimeo.com/video/16698655?color=B67879" width="400" height="226" }Borgaraleg hegðun{/japopup}