Sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu

img_28482Í dag verða opnaðar sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu. Sunnanmegin er búið að merkja fagurgræna hjólarein þar sem áður voru bílastæði. Einnig hafa verið útbúnir rampar þar sem leiðin liggur sumsstaðar yfir útskot í gangstéttinni. Hjólareinin er ekki óslitin alla leið enda er hér eingöngu um tilraunaverkefni að ræða. Norðanmegin hafa verið málaðir hjólavísar til að minna ökumenn á að þeir deila götunni með hjólandi umferð og að bæði ökutækin eiga jafnan rétt á götunum.


Það er verið að prófa margt nýtt í þessari tilraun þó margt af þessu þyki sjálfsagt og hversdagslegt erlendis. Lausnir fyrir hjólaleiðir þarf alltaf að aðlaga umhverfi sínu og þá er gott að prófa sig áfram, skapa umræðu og safna reynslusögum.  

Hans Heiðar Tryggvason kynnti verkefnið í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins 19. ágúst Hann vill gjarnan heyra frá okkur hvernig okkur líka útfærslurnar, hvað og hvernig má gera betur, hvernig upplifunin er að hjóla eftir Hverfisgötunni með þessum merkingum. Netfangið er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér eru fyrstu myndirnar af Hverfisgötunni með hjólareinum, hjólaboxum við gatnamót, hjólavísum og skemmtilegum doppum. Við sem skoðuðum þetta vorum stórhrifin af þessu framtaki. Merkingarnar sýna að reiðhjólið er velkomið og við hvetjum alla til að prófa að hjóla eftir þessum leiðum. Tilraunin stendur út september og stendur til að kynna verkefnið betur á næstunni og í Samgönguviku.

Smellið hér til að sjá allar myndirnar

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl