Það var margt jákvætt við þetta verkefni en einnig margt sem vakið hefur furðu meðal hjólreiðamanna. Þar ber hæst fréttaflutningur fjölmiðla (3,4,5,6,7) sem var mest einhliða og litaðist af þekkingarskorti. Það var oftast látið nægja að elta óánægjuraddir og sjaldan var leitað eftir sjónarmiðum þeirra sem voru hlynntir breytingunni eða hjóluðu eftir Hverfisgötunni. Fjölmiðlar þurfa að reyna að kynna sjónarmið allra aðila þegar fréttir eru fluttar. Þá þurfa fjölmiðlar að leita til kunnáttuaðila þegar fjallað er um hjólreiðar, eins og til dæmis Landssamtaka hjólreiðamanna.
Almennt séð virðist hjólreiðafólki og bílstjórum hafa líkað tilraunin vel. Okkar tilfinning hjá LHM er að mun fleiri hafi hjólað eftir Hverfisgötu eftir að tilraunin hófst heldur en áður. Þannig hafi tilraunin verið vel heppnuð, lífgað upp á borgina, vakið umræður og starfsmenn borgarinnar ættu að geta lært af þessarri reynslu.
-
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-23148/1198_page-1/
-
http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-259/1198_read-22567/1198_page-3/
-
Morgunblaðið: http://www.mbl.is/mm/frettir/
forsida/2010/08/18/ hjolreidastigur_til_vansa/ -
RÚV, Lára Ómarsdóttir: http://dagskra.ruv.is/
sjonvarpid/4547109/2010/09/22/ 12 -
RÚV, Lára Ómarsdóttir: http://dagskra.ruv.is/
sjonvarpid/4547110/2010/09/23/ 10 -
Bylgjan Gissur Sigurðsson: http://bylgjan.is/lisalib/
getfile.aspx?itemid=58569
fyrir hönd
Stjórnar Landssamtaka hjólreiðamanna
Árni Davíðsson formaður
Fréttatilkynning frá Landssamtökum hjólreiðamanna send 4. október 2010