Samþykktin er liður í því að jafna aðstæður milli ferðavenja í Reykjavík og auðga borgina með fjölbreyttum samgöngum og mannlífi.
Tengill:
31. ágúst 2010
Bókanir vegna Einstefna Suðurgötu - göngu- og hjólreiðastígur.
Bókun VG
Suðurgatan er aðeins fær fyrir gangandi , að vestanverðu. Gönguleið á austanverðri götunni yrði án vafa ein sú fegursta í Reykjavík og það því löngu orðið tímabært að gangandi vegfarendur fái aftur að njóta hennar. Lausnin gæti verið í samræmi við tillögu sem samþykkt var fyrr, á þessum fundi um„sared space“ á Lækjargötu.
Bókun D lista
Fulltrúar D lista í umhverfis - og samgönguráði styðja tillögu um að Suðurgata verði einstefnugata en leggja áherslu á að lokaútfærsla
tillögunnar verði lögð fyrir ráðið.
Bókun SÆD
Fulltrúar SÆD vilja taka fram að tillagan sem lögð var fram heftir á engan hátt aðgang gangandi um Suðurgötu. Aukinheldur skal benda á að með því að stýra umferð hjólandi af gangstétt yfir á sérstaka hjólastíga þá er aðgengi gangandi bætt.
Frétt af vef Reykjavíkurborgar 2. september 2010.