Hverfisgata lífleg miðborgargata

img_60921„Strax á Menningarnótt kom í ljós að Hverfisgata hefur alla burði til að vera lífleg miðborgargata," segir Hans Heiðar Tryggvason arkitekt og verkefnisstjóri hjá Umhverfis- og samgöngusviði í tilefni þess að tilraun með hjólarein á götunni er lokið.

 

Fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarráði snemma þessa árs en þar er meðal annars að finna áætlun um að bæta árlega við 10 km af hjólaleiðum í borginni. Gerð var tilraun á Hverfisgötu með hjólarein frá 20. ágúst til 30. september til að kanna hvað gæti virkað vel við reykvískar aðstæður og hvað ekki.

Ólíkar lausnir voru kynntar á Hverfisgötu: hjólarein, hjólavísar, hjólareitir við gatnamót og loks hjóladoppur við Þjóðleikhúsið og Vitatorg en þær eru leiðbeinandi merki og þýða samnýtingu gangandi, hjólandi og vélknúinna ökutækja.

Borgarbúar hafa sent margar góðar ábendingar og álit á hjólreininni á Hverfisgötu og verður nýjum gögnum safnað og meðal annars leitað álits hjá hagsmunaaðilum við Hverfisgötu. Hjólareinin skapaði góðar umræður um samgöngumál í borginni.

Hjólavísar og doppur verða áfram á Hverfisgötu en í dag, 1.október, er unnið að því að fjarlægja hjólareinina og hjólareitina. Stöðumælar verða nú settir upp á nýjan leik og stæðin gjaldskyld eins og áður. „Við vinnunm nú úr gögnunum og metum hvað best er að gera í áframhaldinu," segir Hans Heiðar og að tilraunin sé gott vegarrnesti fyrir borgina til að þróa samgöngukerfið og gera það vistvænna.

Tengill

Skýringar á götumerkingum

Kort sem sýnir fyrsta áfanga hjólreiðaáætlunar


Frétt af vef Reykjavíkurborgar http://www.rvk.is/DeskopDefault.aspx/tabid-259/1198_read-23148/ 


Fleiri myndir frá hjólastemningunni við Bíó Paradís meðan hjólareinin lá þar framhjá.

 

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.