Ólíkar lausnir voru kynntar á Hverfisgötu: hjólarein, hjólavísar, hjólareitir við gatnamót og loks hjóladoppur við Þjóðleikhúsið og Vitatorg en þær eru leiðbeinandi merki og þýða samnýtingu gangandi, hjólandi og vélknúinna ökutækja.
Borgarbúar hafa sent margar góðar ábendingar og álit á hjólreininni á Hverfisgötu og verður nýjum gögnum safnað og meðal annars leitað álits hjá hagsmunaaðilum við Hverfisgötu. Hjólareinin skapaði góðar umræður um samgöngumál í borginni.
Hjólavísar og doppur verða áfram á Hverfisgötu en í dag, 1.október, er unnið að því að fjarlægja hjólareinina og hjólareitina. Stöðumælar verða nú settir upp á nýjan leik og stæðin gjaldskyld eins og áður. „Við vinnunm nú úr gögnunum og metum hvað best er að gera í áframhaldinu," segir Hans Heiðar og að tilraunin sé gott vegarrnesti fyrir borgina til að þróa samgöngukerfið og gera það vistvænna.
Tengill
Kort sem sýnir fyrsta áfanga hjólreiðaáætlunar
Frétt af vef Reykjavíkurborgar http://www.rvk.is/DeskopDefault.aspx/tabid-259/1198_read-23148/
Fleiri myndir frá hjólastemningunni við Bíó Paradís meðan hjólareinin lá þar framhjá.