Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar samþykkt

Hjólarein í Borgartúni?Í dag var sagt frá því að Reykjavíkurborg hefur samþykkt að efla hjólreiðar með  margvíslegum aðgerðum á næstu árum sem hluti af grænu skrefunum.

Það er fagnaðarefni að Reykjavíkurborg sýnir frumkvæði í því að efla hjólreiðar og viðurkenna þannig hjólreiðar sem alvöru samgöngumáta, og sannarlega hagkvæman, heilsusamlegan og umhverfisvænan.

Á vef borgarinnar segir :

Fimmföldun á hjólaleiðum í Reykjavík á næstu fimm árum, tíföldun á næstu tíu árum, hraðbraut fyrir hjól milli Laugardals og miðborgar og brú yfir Elliðaárósa – eingöngu fyrir gangandi og hjólandi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrstu hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar sem samþykkt var nýlega í umhverfis- og samgönguráði.
Borgarstjórn samþykkti í september 2007 að vinna ætti sérstaka hjólreiðaáætlun fyrir Reykjavík til að gera hjólreiðar að fullgildum og viðurkenndum samgöngumáta fyrir Reykvíkinga. Vinnuhópur meiri- og minnihluta vann að áætluninni í samráði við hagsmunaaðila og fagfólk. Markmiðið var að móta heildarsýn og aðgerðaáætlun til framtíðar um hjólreiðar í Reykjavík.

Leitað var til Landssamtaka hjólreiðamanna við gerð áætluninnar, og tekið var tillit til margra athugasemda okkar en kannski ekki allra. Fjöllum nánar um það á næstu dögum þegar við sjáum endanlega skjalið en á vef borgarinnar eru aðeins drögin ennþá. En í aðalaatriðum erum við hjá LHM mjög ánægð með þetta skref og bindum vonir við efndir í takti við þá stefnu sem þarna er sett fram.

Skýrsla umhverfisráðuneytisins um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda tiltekur eflingu hjólreiða sem eina áhrifaríkustu leiðina tengda samgöngum í þeirri baráttu sem ætti að þýsta enn frekar á yfirvöld að standa við stóru orðin.

Tengill í frétt á vef borgarinnar

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl