Ársþing LHM verður haldið fimmtudaginn 25. febrúar

lhmmerkitext1Ársþing LHM verður haldið fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi kl. 20:30 í klúbbhúsi ÍFHK Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Húsið opnar kl. 20:00

Stjórnin hefur skipað þriggja manna kjörnefnd sem gerir tillögu til ársþings um menn í stjórn, varastjórn og sem endurskoðendur. Kjörnefndina skipa Sesselja Traustadóttir, Árni Davíðsson og Magnús Bergsson.

Hver sá sem vill gera tillögu um menn til kjörs í stjórn, varastjórn eða sem endurskoðendur ætti að senda kjörnefnd eða  stjórn LHM tillögu þess efnis sem fyrst með fullgildu samþykki viðkomandi. Kjörnefnd skilar stjórninni tillögum sínum eigi síðar en viku fyrir ársþing.

Fræðsluerindið mun felast í því að leggja fram og ræða tillögu að endurnýjaðri samantekt á sameiginlegum baráttumálum LHM og aðildarfélaga þess og forgangsröð þeirra. Tillögur má senda beint á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Stefnt er að því að kynna drögin á vef lhm.is fyrir fundinn.

Gert er ráð fyrir fundurinn geti breytt röð dagskrárliða.

Stjórnin hefur einnig tekið saman nokkrar tillögur að einföldun laga samtakanna sem verða kynntar á næstunni á lhm.is. Aðrar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn samtakanna eigi síðar en 2 vikum fyrir ársþing á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Dagskrá fundarins er eins og hér segir:

1.      Kosnir þingforsetar og þingritarar.

2.      Ársskýrsla stjórnar.

3.      Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

4.      Fræðsluerindi – umræður.

5.      Fjallað um framkomnar tillögur.

6.      Samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

7.      Önnur mál.

8.      Lagabreytingar

9.      Kosningar.

  •   Formaður
  •   4 meðstjórnendur sem skipta með sér verkum varaformanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda.
  •   2 varastjórnarmenn.
  •   2 endurskoðendur eða skoðunarmenn reikninga.
  •   Kosnar starfsnefndir.

10.  Almennar umræður.

Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl