Hjólreiðaáætlun Kópavogs - athugasemdir LHM

lhmmerkitext1Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs óskaði nýverið eftir áliti og athugasemdum LHM við drög að hjólreiðaáætlun Kópavogs. Hér er greint frá þessu á heimasíðu bæjarins.

Hjólreiðaáætlunin var samþykkt af umhverfis- og samgöngunefnd bæjarins þann 7. maí til bæjarráðs sem samþykkti hana á fundi 24. maí 2012 og afgreiddi til bæjarstjórnar sem samþykkti hana á fundi sínum 12. júni 2012.

Hjólreiðaáætlun Kópavogs hefur því verið samþykkt eins og sagt er frá á vef Kópavogsbæjar 20. júni 2012.

Athugasemdir LHM við hjólreiðaátælunina dagsett 2. maí eru í pdf skjali (76 kb).

Athugasemdir og svör Kópavogsbæjar við athugasemdum LHM dagsett 19. júni er hér í pdf skjali (391 kb)

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.