Kraftmikill áróður ósjálfráða fjölmiðla

pall_gudjonssonPáll Guðjónsson skrifar ítarlega grein um umfjöllun fjölmiðla vegna tilraunaverkefnis um hjólamerkingar á Hverfisgötu. Hann segir í grein sinni, sem birtist á vef Íslenska fjallahjólaklúbbsins „Það var margt jákvætt við þetta verkefni enda lýstu Landssamtök hjólreiðamanna yfir ánægu sinni með verkefnið. Það virðist þó alveg hafa farið frá hjá fréttamiðlunum [...]Þvert á móti komu hinar furðulegustu fréttir í fjölda fréttamiðla sem opinberuðu í besta falli mikla fáfræði og fordóma fjölmiðla eða kraftmikinn áróður í þágu einkabílisma hjá ósjálfráða fjölmiðlum. “

Í samtali við Smuguna sagði Páll grein sína fjalla um fjölmiðlaumfjöllun í kringum verkefnið á Hverfisgötu „Hún hefur verið gríðarlega óvönduð og einfaldalega bull. Áður en verkefnið hefst kemur frétt á vef Morgunblaðsins þar sem það eru skotið niður. Þar er talað um hjólreiðarstíg með umferð í báðar áttir og gagnrýnt að hann sé ekki í sólinni norðanmegin. Með fréttinni er svo mynd sem sýnir reinina baðaða í sól. Furðulegast er samt að ekki sé talað við hagsmunaaðila. Ég er í raun að tala um hvernig fjölmiðlar hafa fjallað um verkefnið en ekki að tjá mig um tilraunina sem slíka.“

Páll segir að komið hafi berlega í ljós í kringum verkefnið hversu ráðandi einkabílisminn er í fjölmiðlum.  „Að mínu mati er fréttaflutningurinn einfaldlega óvandaður. Frétt eftir frétt er talað um umferðarmannvirki sem er ekki einu sinni til. Það er ekki neinn hjólreiðastígur á Hverfisgötu, um er að ræða hjólarein, sem er alls ekki það sama. Það er ekki talað um hestastíginn á Hverfisgötu vegna þess að hann er ekki til. Það er ekkert hægt að flytja akrein sólarmegin eins og ekkert sé, á Íslandi er einfaldlega hægri umferð.“

Páll segir mikilvægt að stilla málum ekki þannig upp að verið sé að berjast gegn einkabílnum. Hjólreiðarfólk vill einfaldlega bætta aðstöðu fyrir sig en sé ekki að berjast gegn öðrum. „Flestir sem hjóla eiga líka bíl. Við viljum bara að það sé góður og öruggur kostur að hjóla. Það er mikil meðgjöf með einkabílnum í dag, til dæmis frí stæði sem kosta samfélagið peninga. Hjólreiðarfólk er ekki í stríði við einkabílinn og því er allt tal um varnasigur bílsins óþarft. Við báðum til dæmis ekki um þetta verkefni, en það var haft samráð við okkur um hvernig mætti gera þetta sem öruggast.“

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Frétt á Smugan.is: http://www.smugan.is/frettir/frettir/nr/4124

Umræddur pistill hjá Fjallahjólaklúbbnum: http://www.fjallahjolaklubburinn.is/content/view/555/1/

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.