Grænu heilræðin fyrir heimili sem Umhverfis- og samgöngusvið leggur til eru meðal annarra þau að velja naglalaus vetrardekk til að draga úr líkum á svifryki í vetur, slökkva á raftækjum í stað þess að hafa þau í biðstöðu, nota taupoka við innkaup í stað plastpoka. Einnig eru græn ráð fyrir fyrirtæki á slóðinni: www.reykjavik.is/heilraedi
Heilræðin eru í samræmi við loftslags- og loftgæðastefnu sem Reykjavíkur setti fyrst sveitarfélaga árið 2009 en meginmarkmið hennar er að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og bæta loftgæðin í borginni.
..........
Frekari upplýsingar um Loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkurborgar og græn heilræði:
Eygerður Margrétardóttir s. 693 2302
Tenglar:
Loftslags- og loftgæðastefna Reykjavíkurborgar
Facebooksíða um 10.10.10 í Reykjavík
Frétt af vef Reykjavíkurborgar: http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-3821/1198_read-23311/6631_view-3612/