Græn heilræði fyrir heimili og fyrirtæki

Sunnudagurinn 10.10.10 er alþjóðabaráttudagur gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Stofnanir, félög og áhugamenn leggja áherslu á grænar samgöngur þennan dag og ýmis önnur vistvæn ráð. Umhverfis- og samgöngusvið hefur af þessu tilefni birt græn heilræði á heimasíðu sinni.

‎Í Reykjavík hefst alþjóðadagurinn klukkan 14.00 á sunnudaginn með hjólreiðatúr frá Austurvelli og upp Hverfisgötu að Hlemmi. Þar verður m.a. boðið upp á stutta kynningu á Hjólafærni og einkaleiðsögn án endurgjalds.

Grænu heilræðin fyrir heimili sem Umhverfis- og samgöngusvið leggur til eru meðal annarra þau að velja naglalaus vetrardekk til að draga úr líkum á svifryki í vetur, slökkva á raftækjum í stað þess að hafa þau í biðstöðu, nota taupoka við innkaup í stað plastpoka. Einnig eru græn ráð fyrir fyrirtæki á slóðinni: www.reykjavik.is/heilraedi

Heilræðin eru í samræmi við loftslags- og loftgæðastefnu sem Reykjavíkur setti fyrst sveitarfélaga árið 2009 en meginmarkmið hennar er að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum og bæta loftgæðin í borginni.

..........

Frekari upplýsingar um Loftslags- og loftgæðastefnu Reykjavíkurborgar og græn heilræði:

Eygerður Margrétardóttir s. 693 2302

Tenglar:

Græn heilræði

Loftslags- og loftgæðastefna Reykjavíkurborgar

Facebooksíða um 10.10.10 í Reykjavík


Frétt af vef Reykjavíkurborgar: http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-3821/1198_read-23311/6631_view-3612/

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.