Hjólatengdir viðburðir á Menningarnótt :

img_19651Kl. 08 - 14 ?   

Fjallahjólaklúbburinn aðstoðar við marþonið.  Hjólað á undan til að hlaupamenn rati rétta leið og tryggt sé að leiðin sé greið.  Hjólað á eftir síðasta mann til að passa að allir skila sér ofl.


Kl. 13:00 - 19:00  

Höfuðborgarstofa "selur hjólreiðar" úr bás á Geirsgötu
Opnunarhátið Menningarnætur verða í Geirsgötu, og þar mun höfuðborgarstofa vera með bás og leggja áherslu á græn gildi, með því að kynna og hampa möguleikum til hjólreiða í borginni. Stórt kort verður haft uppi sem sýnir stígakerfið.  Gott er að geta grípið til stígakerfisins til dæmis á leiðum þar sem umferðin er hröð eða þung.  Samanbrjótanlegt hjól og líklega liggihjól sem gestir geta prófað, "á rúllum".  Sérfræðingar innan raða klúbbana hvattir til að lita við og aðstoða við að "selja hjólreiðar" og segja frá lausnum við ýmsum "vanda" svo sem að fara með börn í leikskóla í leið í vinnu.  Kynna Hjólafærni ofl.

Kl. 13 -17

Á menningarnótt verður Dr. Bæk frá kl. 13-17 við Höfðatorg Borgartúni 8 hjá Þjónustuveri borgarinnar. Þar mun hann aðstoða gesti og gangandi með hjólin sín og gefa út ástandsvottorð.

Kl. 14:30 - 16:30

Hjólalestin berbakt um bæinn stillir sig upp fyrir aftan Kjarvalsstaði á Klambratúni kl. 14:30. Þau sem þora mala slagorð á bökin. Sumir mæta kannski með orð eins og "Hjólreiðar frelsa"  á boli frekar en á berum bökum, það má líka.  Klukkan 15 verður lagt í hann í rólegri siglingu eftir götum niður í bæ og eitthvað um bæinn, þannig að hátíðargestir fá tækifæri til að bera okkur augum.  Stefnum að myndatöku af hópnum bæði á Klambratúni og í lokin, á Austurvelli.
Gott ef fleiri geta mætt með færanlegum  hljómflutningstækjum. Rafhlöður í þrjú-fjögur tæki  verða endurgreiddar. Hafið samband við Morten ef þið viljið fá hjólalög send.   (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., 897 7450 )

Sjá myndir og myndband frá viðburðinum 2009.
Facebook grúbba : http://www.facebook.com/group.php?gid=92875624086
Facebook atburður : http://www.facebook.com/event.php?eid=110036199049478&ref=mf
Og þetta er komið in í dagsskrá Menningarnætar undir Gjörnin, Göngu og Leikir og íþróttir

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.