Berbakt um bæinn - myndir

img_35091Á Menningarnótt stóðu Bryndís Þórisdóttir og Morten Lange fyrir fjörugri hjólalest frá Klambratúni niður að miðborginni undir yfirskriftinni Berbakt um bæinn.

World Naked Bike Ride hreyfingin stendur fyrir fáklæddum hjólalestum víða um heiminn og þangað má rekja innblásturinn að þessum viðburð þó eitthvað sé nektin minni. Sumir klæddu sig í anda Cycle Chic og komu klæddir flottum fötum, litasamhæfð með hönskum og öllu. Ein hafði sérsaumað grænt öryggisvesti með endurskyni.

Þetta er lífleg og jákvæð leið til að draga athygli að jákvæðum þáttum hjólreiða, og að það þurfi að gera betur þannig að fleiri þora að hjóla, og fá þannig einstakt tækifæri til að efla heilsu og stór minnka umhverfisáhrif af sínum samgöngum.

Hópurinn hjólaði líka eftir nýju tilrauna hjólreininni upp Hverfisgötu sem fær að vera út september.

Markmið tilraunarinnar er að vekja athygli á Hverfisgötu, möguleikum hennar og sérstöðu og gera hjólreiðar að fullgildum samgöngumáta á þessari leið.

Hjólareininni og öðrum merkingum er ætlað að skapa umræðu og safna ábendingum um hvað betur má fara áður en hugsanlega verður ráðist í gerð varanlegra hjólareina upp og niður Hverfisgötuna á næsta ári sem hluta af Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar. Á næsta ári er fyrirhugað að bæta við 10 km af hjólaleiðum í borginni og mun tilraunin á Hverfisgötu veita Reykjavíkurborg góð gögn fyrir þá vinnu.

Smellið hér til að sjá allar myndirnar

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.