Berbakt um bæinn - Hjólalest á Menningarnótt

Hjólað með ber bökÁ Menningarnótt,  21.ágúst 2010 verður hjólað í fjörugri hjólalest frá Klambratúni niður að miðborginni. Þetta er innblásið af World Naked Bike Ride hreyfingunni, og er lífleg og jákvæð leið til að draga athuyglui að jákvæðum þáttum hjólreiða, og að það þurfi að gera betur þannig að fleiri  þora að hjóla, og fá þannig einstakt tækifæri til að efla heilsu og stórminnka umhverfisáhrif af sínum samgöngum.  

(English below) Sem sagt ... Kl. 15:00 á Menningarnótt í Reykjavík munu glaðir hjólakappar hittast á miðju Klambrattúnni/Miklatúni og rúlla þaðan saman á reiðhjólum sínum um bæinn.

Allir eru velkomnir, látið orðið berast til vina og vandamanna!

 

Sjá myndir og myndband frá viðburðinum 2009. 
Facebook grúbba : http://www.facebook.com/group.php?gid=92875624086
Facebook atburður
 : http://www.facebook.com/event.php?eid=110036199049478&ref=mf
Og þetta er komið in í dagsskrá Menningarnætar undir Gjörnin, Göngu og Leikir og íþróttir
...
Það verður gríðarleg stemning í hópnum. Tónaflóð mun fylgja okkur á leiðinni (eldhress hjólalög) og við hvetjum fólk til að hjóla með bökin ber og skrifa á þau skemmtileg hjólaslagorð eða skrifa sl...agorð á boli. Svo er um að gera að mæta í búningum eða skrautlegum fötum.
Mætum endilega á fjölskrúðugum farartækjum (þeir sem eiga), t.d. liggihjóli, tvímenningshjóli, körfuhjóli, hjóli með aftanívagn, með tengihjól o.s.frv.

Leiðin sem við hjólum verður ákveðin seinna, kannski sniglast í jaðri hátíiðarsvæðisins :-)

Við hjólum á götunum, förum að öllu með gát og erum á eigin ábyrgð. Öll fjölskyldan getur tekið þátt en börnum á eigin hjólum þarf að vera treystandi til að hjóla ekki yfir á næstu akrein.

Ýmsar tilögur hafa komið fram um slagorð sem væru góð á bökin/bolina, en undirbúningshópurinn mælist til þess að þau verði á jákvæðum nótum og undirstriki hjólreiðar sem góðan samgöngumáta. Hér eru listi með tillögum sem hafa komið fram. Svo er bara að kynda undir skáldagáfunni og slá þessum við.

# Ég flýg :-)
# Frjáls eins og fuglinn
# 9 million bicycles in Beijing
# Hið fullkomna innanbæjarökutæki!
# Mér datt þetta í hug á hjólinu (Albert Einstein)
# Orkunýtni eins og hún gerist best!
# Um 0,08 lítrar á hundrað km
# Sparibaukur samfélagins (60 milljónir)
# Bætum árum við lífið með hjólreiðum
# Ég brenni fitu, ekki olíu
# Framtíðin er græn
# Grænna er hreinna
# Aðeins minn eigin útblástur
# Stæltur rass - minna hlass (Less gas, more ass)
# Minni olía = meira líf
# Sviti er betri en CO2
# Sérðu mig núna?
# Varúð: Mannknúið farartæki framundan
# Hreint loft fyrir börnin
# Ég er lífrænt ræktuð
# Frískur fljótur og heitur
# Í fullum rétti
# Hjólum til heilla!
# 30% meiri lífslíkur
# Ævi-sparnaður
# Engin bílalán
# Brauð og te
# Öruggur staður til að vera á
# Viltu koma á samstarfi í umferðinni?
# Mengum frekar með egin rassi,
# Njótum útiveru betur
# Frelsi fyrir alla
# Frjáls sem fuglinn
# Visthæfur útblástur
# Hjólhestur er bestur
# Ég greiði líka gatnagerðagjöld
# Viltu vera með mér.... örugg í umferðinni
# Verum saman..... á götunum

Þeir sem vilja geta mætt kl. 14:30 og fengið aðstoð við að skrifa skilaboð á bakið.

~~~~~~

Come and join in a friendly and colourful bicycle ride from Miklatun ( the field behind Kjarvalsstadir ) on Saturday the 22. of August, at 3 pm/ 15:00 on the Culture Night, Menningarnott.
One central idea has been to write slogans on our backs, like
# "I'm free as a bird"
# Less gas, more ass
# The greenest vehicle you'll ever see !
# Healthier transport !

We want to emphasize the immensely positive role cyclig for transport can play, for health, the economy at large, as well as personal economy, traffic safety, the environment in most connotations of the word, etc.

All bear responsibility for themselves, but if children join parents or other caretakers need to follow them closely. We plan to use one lane of traffic only. Be polite and cooperative. We are traffic and this will be fun !
Unusual bikes and unusual clothing most welcome. Positive bright music, live or boxed in any form would be great.

The route is not fixed. We will try to move in the direction of the festivities in the centre, but can't cycle where the streets are really packed with people.

The official time is 15:00, please come before that rather than later. Brave souls with bare backs can get assistance in writing messages on them before the ride starts.

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.