Besta myndbandið sem bæði hvetur til hjólreiða og fræðir um öryggi

Það er leitun að góðum kynningum á hjólreiðum sem hvetja til hjólreiða á áhrifaríkan hátt. Enn meiri leitun er að góðum kynningarmyndböndum sem eru virkilega góðar.  En Con Bici al Instituto  og Bacc hefur tekist sérlega vel upp í gerð þessa myndbands sem að auki sýnir nokkur þau atriði sem ber að forðast og hvernig er öruggast að bera sig að. 

Hjólandi fólk getur tamið sér góða hegðun og uppskorið skilvirkni, öryggi og vellíðan á hjólinu.

Skoðið myndbandið hér: http://www.bicinstitut.cat/node/166

Eða stærri útgáfu hér: http://blip.tv/play/AYGM02AC

Ekki skemmir að boðskapurinn er því sem næst hárréttur og í samræmi við hjólafærni / samgönguhjólreiðar. Það helsta sem maður hefði viljað sjá öðruvísi er að samkvæmt Hjólafærni-fræðinnni er ekki mælt með að halda höndina út þegar maður tekur beygjuna.  Í beygjunni er betra að hafa báðar hendur á stýrinu. Enda er nóg að gefa merki áður en maður beygir.

Ekki skemmir að boðskapurinn er því sem næst hárréttur og í samræmi við hjólafærni / samgönguhjólreiðu Ekki skemmir að boðskapurinn er því sem næst hárréttur og í samræmi við hjólafærni / samgönguhjólreiðum Ekki skemmir að boðskapurinn er því sem næst hárréttur og í samræmi við hjólafærni / samgönguhjólreiðum

 Ekki skemmir að boðskapurinn er því sem næst hárréttur og í samræmi við hjólafærni / samgönguhjólreiðumm

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.