Ný göngu- og hjólaleið sunnan Vífilsstaða malbikuð

Í frétt á vef Garðabæjar (11.05.2017) kemur fram að í síðustu viku hafi verið lokið við síðari áfanga í uppbyggingu nýrrar göngu- og hjólaleiðar milli byggðar og friðlands Vífilsstaðavatns þegar stígurinn þarna á milli var malbikaður.  Stígurinn liggur sunnan Vífilsstaða meðfram votlendi Vífilsstaðalækjar og Vatnsmýrar sem er affall Vífilsstaðavatns og hæðanna í kring.  Búið er að koma bekkjum og lýsingu meðfram stígnum sem er tæpur kílómetri að lengd.
Sjá einnig frétt um uppbyggingu gönguleiðarinnar frá október 2016.
 
Hraunstígur í Wapp-inu
 
Stígurinn er einnig kominn inn í gönguleiðsagnarappið Wappið undir heitinu Hraunstígur. Í Wapp-inu má nálgast fjölmargar gönguleiðir, hlaupaleiðir og hjólaleiðir í Garðabæ án endurgjalds í boði Garðabæjar.
Hér má lesa nánar um Wapp-ið.
 
1. mynd. Horft til austurs í átt að Vífilstaðavatni.
 
 
2. mynd. Hér er horft til vestur að Reykjanesbraut.
 

 
 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.