Verkið felst í gerð hjólastígs meðfram núverandi göngustíg, gerð afreinar á Kringlumýrarbraut, gerð nýrrar stofnlagnar vatnsveitu og lagning á fjölpípukerfum Mílu.
Vinnusvæðið er Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Laugavegi
Hér er nánari lýsing á verkefninu.
Hér eru uppdrættir á mynd 1, mynd 2 og mynd 3.
Verkið felst í gerð hjólastígs vestan Kringlumýrarbrautar frá Laugavegi að Kringlumýrarbraut með tilheyrandi lýsingu, auk gerðar hægri beygjureinar af Kringlumýrarbraut vestur Háaleitisbraut. Þá skal leggja nýja stofnlögn vatnsveitu í stígstæðið. Fyrir Mílu á verktaki að leggja fjölpípustofn, PVC-rör og setja niður brunna. Þar sem eldri lagnir verða fyrir öðrum lögnum og lenda inni í jarðvegsskiptum, skal verktaki grafa varlega frá lögnum og færa þær til og leggja að nýju í nýrri legu.Jarðvegsskipta skal undir stígum og gatnaútvíkkunum, leggja jöfnunarlag, púkkmulning og malbika. Í jarðvegsskipti svæði er lögð ný stofnlögn vatnsveitu, ljósastrengur og fjölpípukerfi Mílu. Meðfram stígum skal koma fyrir ljósastreng og reisa ljósastólpa. Þar sem stígur þverar Háaleitisbraut skal setja ný umferðarljós.
Tímaáætlun | Frá | Til |
Frumathugun | ||
Hönnun og áætlanagerð | Janúar 2015 | Mars 2015 |
Framkvæmd verks | Apríl 2015 | 30. ágúst 2015 |
Áætluð verklok eru 30. ágúst 2015.
Áætlaður heildarkostnaður við verkið er 116 millj. kr.