Tweed Run Reykjavik 2012

Þann 16. júni næstkomandi er fyrirhufb-tweedrunreykjavikguð hópreið fólks um Reykjavík þar sem allir hjóla um í sínu fínasta pússi og helst úr tweed efnum að erlendum sið. Fyrirhugað er að hjóla um miðbæ Reykjavíkur og enda í síðdegishressingu í breskum anda. Verðlaun verða veitt fyrir best klædda herran og dömuna sem og fyrir glæsilegasta fararskjótan. Herrar og dömur Reykjavíkur eru hvött til að fara í tweed jakkana og draktirnar eða annan álíka klassískan fatnað, mæta í hjólreiðaförina í sumar og ljá borginni fagurt og glæsilegt yfirbragð. Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðunni og á Facebook

 

Vísir birti viðtal 16 maí 2012 við félagana Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólason sem standa að þessum viðburði:

Hjólað í sínu fínasta pússi

Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólasson segja að það vanti almennilega hjólamenningu á Íslandi og standa nú fyrir Tweed Run viðburði í miðbæ Reykjavíkur þann 16.júní þar sem fólk er hvatt til að hjóla saman klætt sínu fínasta pússi.

„Ég er orðinn fertugur og langar bara ekki að hjóla um borgina í skærum spandex galla. Mig vil geta hjólað þangað sem ég vill fara í hversdagsfötunum á klassíska borgarhjólinu mínu," segir Alexander Schepsky, hjólreiðaáhugamaður og starfsmaður Orf líftækni.

Alexander stendur fyrir svokölluðum Tweed Run hóphjólreiðum þann 16 júní næstkomandi ásamt félaga sínum Jóni Gunnari Tynes Ólasyni. Þetta er í fyrsta sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi en Tweed Run er þekkt fyrirbæri út í heimi. Þáttakendur leggja sig fram við að mæta í klæðnaði sem í anda bresks hefðarfólks einn eftirmiðdag, helst á klassískum borgarhjólum og hjóla svo saman í hóp um borgina eftir fyrirfram ákveðinni leið. „Við viljum búa til skemmtilegan viðburð og setja myndarlegan og gaðlegan svip á borgina. Þessu hefur verið vel tekið og ég vona að sem flestir taki því fram tvídfötin sín, skelli á sig leðurhönskum og hjóli með," segir Alexander og fullyrðir að tvídefnið sé tilvalið til hjólreiða enda bæði vatns-og vindhelt.

Alexander fluttist hingað til lands frá Þýskalandi fyrir 13 árum síðan. Hann var vanur mikilli hjólamenningu frá heimalandi sínu og kom það honum í raun á óvart hversu fínt hjólreiðakerfið var á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekki hægt að kvarta yfir hjólaleiðunum í Reykjavík en það eru samt allir á bíl. Fólk sest upp í bíl til að keyra 100 metra. Það sem vantar er hversdagslegri hjólamenning og að fólk horfi ekki einungis á hjólreiðar sem íþrótt eða tómstundagaman, sem er gott útaf fyrir sig, heldur líka sem lífstíl. Nú er sem betur fer aukning á þessu viðhorfi og ég fanga því"," segir Alexander sem reynir að fara flestar sínar leiðir á hjóli.

Verðlaun verða veitt fyrir best klædda herrann og dömuna sem og glæsilegasta fararskjótann. Eftir hjólatúrinn verður svo klassískt enskt teboð fyrir þáttakendur á Kex Hostel. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn og skrá sig á síðunni Tweedrun.weebly.com eða á Facebook.

fb-120516-tweedrun

Mynd: Fréttablaðið/GVA

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.