Fimmtug og flott

Janet Lafleur heldur úti blogsíðu með yfirskriftinni Ein kona. Mörg reiðhjól. Og undirskriftin er Hjólar í háum hælum, brunar niður brekkur, skvettir í pollum og er að löngu eftir að dimmir.

Hún á hjól sem hæfir hvaða tilefni hvort sem það er að er að hjóla uppáklædd á dömuhjóli, bruna niður brekkur á götuhjóli, ferja matvæli og sinna öðrum erindum, þræða útivistarstíga á sérsniðna fjallahjólinu sínu eða að keppa í cyclocross.

Hún varð fimmtug í mars síðastliðnum og fagnaði því m.a. með mánaðarlöngu þema sem hún kallaði Fashions for Fifty eða Tíska fyrir fimmtuga. Einnig hefur hún lengi verið með Friday Fashion myndir þar sem hún eða aðrir sitja fyrir vikulega á myndum helgaðir tísku. Hér má sjá nokkur dæmi af blogginu.

 

{gallery}stories/2014/ladyfleur{/gallery}

 

En henni er ekkert óviðkomandi og margt skemmtilegt er að finna á blogginu hennar svo sem föndurhornið þar sem hún sýnir hvernig má breyta margnota tau innkaupapokum í hjólatöskur með lítilli fyrirhöfn. Góð leið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref og vilja bíða aðeins með að fjárfesta í betri hjólatöskum.

http://ladyfleur.bike/2014/03/21/bike-crafts-panniers-from-reusable-grocery-bags/

 

Einn flokkurinn er helgaður ferðalögum. Hér eru hjónin að prófa almennings-leiguhjól í San Fransico.

Bloggið hennar má skoða hér og hún er einnig á Facebook og víðar.

 

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.