Hjólað til Emmy verðlaunanna í sparifötunum

Tom Smuts framleiðandi Mad Men þáttaraðarinnar vakti athygli þegar hann hjólaði til Emmy verðlaunahátíðarinnar spariklæddur ásamt fleiri stjörnum. Þetta er hans framlag til að hvetja til hjólreiða og bættri aðstöðu til hjólreiða í bílaborginni Los Angeles. Hann leggur áherslu á að hann vilji bæta samskipti þeirra sem hjóla og þeirra sem keyra. Það sé allt of mikil ágreiningur á milli hópanna og þetta sé hans leið til að gera lyfta tóninum í baráttunni, gera hana skemmtilegri og stílhreinni.

Það vantaði heldur ekkert upp á stílinn hjá hópnum sem hjólaði 32 km. leið. Tom klæddis sérsniðnum jakkafötum hjá Rapha sem framleiðir bæði vönduð föt sem hæfa lífstílnum og hefðbundinn hjólasportfatnað.

Hópurinn fékk svo að hjóla alla leið á rauða dregilinn. Nánar í frétt The Hollywood Reporter

Tom hjólaði líka á Emmy verðlaunahátíðina í fyrra og hér er skemmtilegt myndband frá þeim viðburði og takið eftir spariklæddu fólkinu.