Hjólar um með flygil og flytur friðarboðskap

Eftir hörmungaratburði síðustu helgar í París sáu margir í sjónvarpsfréttum Davide Martello spila lagið Imagine eftir John Lennon á flygil fyrir utan Bataclan Theatre. Það sem færri vita er að hann kom hjólandi með þennan ferðaflygil í eftirdragi.

Hann býr í borginni Konstanz í Þýskalandi og eins og margir þjóðverjar var hann að fylgjast með vinaleik Þýskalands og Frakklands þegar heyrðist í fyrstu sprengingunum. Þessir atburðir höfðu þau áhrif á hann að hann fann sig knúinn til að leggja tafarlaust af stað og ók til Parísar og hjólaði svo síðasta spölinn með flygilinn eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Hann er götulistamaður og hefur ferðast víða með þennan flygil og flutt friðarboðskap sinn með tónlist á átakasvæðum víðsvegar um heiminn. Eftir hryðjuverkin í janúar spilaði hann einnig á Republic torginu í París, í júni 2013 á Taksim torgi í Tyrklandi eftir atburðina þar og í Kænugarði og Donetsk í Úkraínu 2014.

Hér er upptaka úr fréttatíma:

 

Hér eru nokkrar fleiri svipmyndir

 

 

 

Síðasta myndin er tekin í Tyrklandi

 

Sjá nánar í þessari frétt: http://road.cc/content/news/171241-man-tows-piano-bike-bataclan-theatre-paris-and-plays-john-lennons-imagine

Hér er twitter síða listamannsins: https://twitter.com/Klavierkunst/media