Hugsuðurinn endurunninn úr dekkjum

Listamaðurinn Mick Davis vinnur verkin sín úr óvenjulegu hráefni eða gömlum reiðhjóladekkjum. Eftir ýmsar tilraunir með hráefnið varð til verkið Le Poete eða skáldið.

Fyrirmyndin er bronsstyttan Hugsuðurinn sem Rodin  gerði fyrir einhverjum 112 árum, eða The Thinker eins og hún en nefnd á ensku. Sú stytta hét einmitt upphaflega Le Poete og þaðan er nafnið komið.

 

Hér sést listamaðurinn með þessum skemmtilega skúlptúr úr endurunnum dekkjum.

 

Uppruni: http://road.cc/content/news/193259-stunning-sculpture-made-entirely-bicycle-tyres