16. júlí stefnir í stærstu pokémon veiði í sögu Íslands þar sem hundruðir Pokémon meistara ætla „að hittast eins mörg saman og við getum á stað sem er þétt setinn pokéstops og setja lure modules ( laðar pokémona af pokéstopinu sem allir geta náð ) á þá alla.“
Ekki einfaldast málin þegar fólk er að reyna að stýra reiðhjóli á sama tíma og það er á Pokémon veiðum en hér eru leiðbeiningar sem Patrick Allan setti saman um hvernig má auka öryggið eins og hægt er.
Við tökum enga ábyrgð á leiðbeiningunum hans en þarna er þó bent á ýmis góð ráð eins og hvernig má festa snjallsímann við hjólið, halda við hleðslunni með hleðslubatterí sem tryggilega er fest við bögglaberann og stilla leikinn þannig að ekki þurfi að nota myndavélina meðan leitað er að Pokémon.
Hér er myndbandið sem hann setti saman og fyrir neðan tengill á ítarlegar leiðbeiningarnar.
Sjá nánar
http://lifehacker.com/how-to-turn-your-bike-into-a-pokemon-go-machine-1783621596
https://www.facebook.com/events/1653197821672882/