Pokémon Go á reiðhjóli

Leikurinn Pokémon Go hefur slegið rækilega í gegn með því að tengjast sýndarveruleika leiksins raunheimum. Reyndar getur leikurinn gripið svo athygli fullorðinna að þeir hlaupa út á götu eftir pokémon líkt og börn eftir bolta með tilheyrandi slysahættu.

16. júlí stefnir í stærstu pokémon veiði í sögu Íslands þar sem hundruðir Pokémon meistara ætla „að hittast eins mörg saman og við getum á stað sem er þétt setinn pokéstops og setja lure modules ( laðar pokémona af pokéstopinu sem allir geta náð ) á þá alla.“

Ekki einfaldast málin þegar fólk er að reyna að stýra reiðhjóli á sama tíma og það er á Pokémon veiðum en hér eru leiðbeiningar sem Patrick Allan setti saman um hvernig má auka öryggið eins og hægt er.

Við tökum enga ábyrgð á leiðbeiningunum hans en þarna er þó bent á ýmis góð ráð eins og hvernig má festa snjallsímann við hjólið, halda við hleðslunni með hleðslubatterí sem tryggilega er fest við bögglaberann og stilla leikinn þannig að ekki þurfi að nota myndavélina meðan leitað er að Pokémon.

 

Hér er myndbandið sem hann setti saman og fyrir neðan tengill á ítarlegar leiðbeiningarnar.

 

Sjá nánar

http://lifehacker.com/how-to-turn-your-bike-into-a-pokemon-go-machine-1783621596

http://www.dailymail.co.uk/news/article-3683933/Australian-safety-campaigner-concerned-Pokemon-cause-injuries-distracted-players.html

https://www.facebook.com/events/1653197821672882/

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.