Stórkostleg jólahjólakort

Þær eru einstakar jólamyndirnar frá hinum sjálfstætt starfandi ljósmyndara Laurence Crossman-Emms. Hann og félagi hans Duane Walker fengu þá hugdettu korter fyrir jólin 2011 að gera jólakort eftir eigin höfði og hefur það orðið að hefð hjá þeim að útbúa nýtt kort.

Ár eftir ár hafa kortin orðið dramatískari með flugeldum, reykbombum, hveiti, mjólk, eldhafi og korn-stöppu. Þarna sjást ýmis áhættuatriði og þurftu þeir að kljást við ýmis vandamál eins og þegar stýrið krækti í jólasveinabúninginn í miðju stökki og olli því að gaffallinn gaf sig í lendingunni. Eitt árið orsakaði aðeins of mikil mjólk og hveiti því að hann blindaðist í miðju stökki. Það kviknaði næstum í kofa fullum af jólagjöfum þegar þeir voru með eldhaf á stígnum.

Í ár þurfti aðeins að breyta til því annar þeirra var að ferðast um Indland en með góðri hjálp varð þetta útkoman. Myndin afhjúpar hvernig jólasveinninn ferðast hraðar en ljósið með carbon sleða fullan af jólahjólagjöfum með smá hjálp frá álfinum.

Hér má lesa söguna bak við kortin

http://www.pinkbike.com/news/2015-xmas-photograph-laurence-crossman-emms.html

og aðeins um nýjasta kortið

http://www.pinkbike.com/photo/14262570/

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.