Menn hjóla um í sínu fínasta pússi og helst í fínasta vaðmáli. Fyrirhugað er að hjóla um miðbæ Reykjavíkur og enda í síðdegishressingu í breskum anda. Herrar og dömur Reykjavíkur eru hvött til að fara í tweed jakkana og draktirnar eða annan álíka klassískan fatnað, mæta í hjólreiðaförina og ljá borginni fagurt og glæsilegt yfirbragð.
Við munum fylgjast vel með sóttvarnarreglum og taka stöðuna þegar nær dregur með tilliti til hjólahringsins og hvar verður stoppað.
En við endum dagskránna eins og vanalega á að velja:
Fallegasta hjólið
Bezt klædda herramanninn
Bezt klæddu dömuna.
Viðburðurinn á Heimasíðu
Viðburðurinn á Facebook