Alþjóða dagur reiðhjólsins

Í dag er hátíðisdagur - Alþjóða dagur reiðhjólsins - á vegum Sameinuðu þjóðanna. 
En afhverju er verið halda upp á reiðhjólið?
 
Reiðhjólið er:
- einfalt, ódýrt, áreiðanlegt, mengunarlaust og sjálfbært tæki til samgangna.
- er þroskandi og það nýtist til eflingu menntunar, heilbrigðis og þróttar.
- eflir frumkvæði, hugmyndauðgi og þátttöku hjólandi í samfélaginu.
- hefur jákvæð áhrif á flest þau mál sem ógna nútímasamfélaginu svo sem lífsstílssjúkdóma, loftmengun og loftslagsmál.
 
Á höfðborgarsvæðinu hjóla rúm 60% íbúa yfir árið. Velta hjólreiðaiðnaðarins á Íslandi hleypir á milljörðum króna á ári og hann skapar mörg störf. Hjólreiðar á Íslandi líkt og annarsstaðar:
- draga úr loftmengun í þéttbýli.
- draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda.
- draga úr umferðarhávaða.
- auka umferðaröryggi.
- skapa betra mannlíf.
- draga úr veikindadögum starfsmanna.
- bjarga um 5-10 mannslífum á ári.
 
Landssamtök hjólreiðamanna óska landsmönnum til hamingju með daginn. 
Megi meðvindurinn ávallt vera með ykkur. 🙂
 
Nánari upplýsingar hér: https://www.un.org/en/events/bicycleday/

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.