Meðan á átakinu stendur verður skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vera dregnir út á Bylgjunni alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 22. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000kr. Þá verður í gangi myndaleikur á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar sem myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna geta unnið flotta hjálma frá Nutcase á Íslandi.
Fulltrúar frá Landssamtökum hjólreiðamanna og Fjallahjólaklúbbnum mættu á opnunarhátíðina og hér fylgir með upptaka af nokkrum stuttum og hressilegum hvatningarávörpum:
- Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ
- Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
- Alma Dagbjört Möller, landlæknir
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
- Frímann Gunnarsson, þáttastjórnandi
Upptaka og myndir: Páll Guðjónsson