Hjólað í vinnuna 2018 - Setningarhátíð

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í sextánda skipti fyrir Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 2. – 22. maí. Verkefnið höfðar til starfsfólks á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að verkefnið fór af stað. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferðamáta til og frá vinnu. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kílómetrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra.

Meðan á átakinu stendur verður skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vera dregnir út á Bylgjunni alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 22. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000kr. Þá verður í gangi myndaleikur á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar sem myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna geta unnið flotta hjálma frá Nutcase á Íslandi.

Fulltrúar frá Landssamtökum hjólreiðamanna og Fjallahjólaklúbbnum mættu á opnunarhátíðina og hér fylgir með upptaka af nokkrum stuttum og hressilegum hvatningarávörpum:

  • Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ
  • Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Alma Dagbjört Möller, landlæknir
  • Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Frímann Gunnarsson, þáttastjórnandi

 Upptaka og myndir: Páll Guðjónsson

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.