"Vertu með okkur þann 8. júní er við klæðum okkur upp og hjólum á fallegum hjólum um miðbæ Reykjavíkur.
Allir eru velkomnir að taka þátt.
Dagskrá
Við hittumst fyrir framan Hallgrímskirkjun klukkan 14:00 og afhendum númer til þeirra sem náðu ekki að sækja það fyrir 8.júní.
Myndataka klukkan 14:45 og svo leggjum við af stað.
Við byrjum á því að hjóla í svona 30-40 mínútur og stoppum svo til að fá okkur hressingu. Eftir hlé förum við aftur af stað og hjólum í 30-40 mínútur. Fáum okkur aftur hressingu og þátttakendur kjósa fallegasta hjólið, bezt klæddi herramaðurinn og bezt klædda daman.
Endum svo daginn á því að fara og fá okkur eitthvað gott að borða.
Skráðu þig og vertu með!"
Nánari upplýsingar á tweedride.is og á Facebook viðburðinum: Tweed Ride 2024
Skoðið líka myndir frá fyrri viðburðum sem Páll Guðjónsson hefur tekið og birt á vefnum Hjólreiðar.is
Hér er líka myndband með svipmyndum úr skrúðreiðinni 2023 sem Páll Guðjónsson tók upp og klippti saman: