Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir í samtali við mbl.is að framlagið hafi gengið vonum framar og að viðtökur fólks við að gefa hjólin sín hafi verið frábærar. „Þetta er allt frá því að vera hjól sem hafa legið í hjólageymslu í tíu ár og enginn veit hver á upp í það að vera hjól sem fólk hætti að nota síðasta sumar því það fékk sér nýtt,“ segir hann.
„Birgir segir að um sé að ræða áframhaldandi verkefni enda sé þörfin mikil. Hann segir að það sem Reiðhjólabændur vanti núna sé einskonar yfirlit yfir þá sem þurfi hjól svo að hægt sé að koma hjólunum til þeirra. Eins bendir hann á að eftir því sem verkefnið stækki verði þörf á fleiri hjálparhöndum.“
Nánar á mbl.is: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/30/hafa_safnad_um_100_hjolum/