Reiðhjólabændur gera upp 100 hjól og gefa þeim nýjan tilgang

Eitt aðildarfélaga LHM Reiðhjólabændur hefur safnað um 100 hjólum fyrir flóttafólk, skjólstæðinga gistiskýla og aðra þá sem eru í erfiðri stöðu. Rúmlega 70 hjól hafa þegar verið afhent, yfirfarin og löguð.

Birgi Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. mbl.is/Arnþór
Birgi Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda. © mbl.is/Arnþór

Birgir Fannar Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir í samtali við mbl.is að framlagið hafi gengið vonum framar og að viðtökur fólks við að gefa hjólin sín hafi verið frábærar. „Þetta er allt frá því að vera hjól sem hafa legið í hjólageymslu í tíu ár og enginn veit hver á upp í það að vera hjól sem fólk hætti að nota síðasta sumar því það fékk sér nýtt,“ segir hann.

„Birgir segir að um sé að ræða áframhaldandi verkefni enda sé þörfin mikil. Hann segir að það sem Reiðhjólabændur vanti núna sé einskonar yfirlit yfir þá sem þurfi hjól svo að hægt sé að koma hjólunum til þeirra. Eins bendir hann á að eftir því sem verkefnið stækki verði þörf á fleiri hjálparhöndum.“

Nánar á mbl.is: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2022/05/30/hafa_safnad_um_100_hjolum/

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.