Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólaklúbbsins

Á sumrin stendur Fjallahjólaklúbbuinn fyrir skemmtilegum hjólaferðum um höfuðborgarsvæðið auk dags og helgarferða. Þriðjudagsferðirnar byrja í byrjun maí og eru vikulega fram í september. Þú þarft ekki að vera félagi til að vera með, allir velkomnir svo það er um að gera að skella sér með.

Þriðjudagskvöldferðir Fjallahjólakúbbsins yfir sumarmánuðina

A.T.H. Breytilegur brottfararstaður í sumar. 
Hjólum í einn og hálfan til 2 tíma.  Róleg yfirferð og mikið lagt upp úr samveru og skoðun á athyglisverðum stöðum í nærumhverfinu.
Allir velkomnir og ókeypis þátttaka.  Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd fullorðinna.  Fólk er á eigin ábyrgð í ferðum Fjallahjólaklúbbsins.

Öll þriðjudagskvöld í maí förum við frá Hlemmi kl 19:30: 

  • 2 maí verður hjólað í Klúbbhúsið, þar sem við munum fá okkur kaffi og gæða okkur á heimabökuðu bakkelsi.  Tryggvi sér um bakstur og leiðsögn.
  • 9 maí verður hjólað yfir til nágrannabæjarfélagsins Seltjarnarness.  Við munum hjóla í kring um það og líka kíkja á stíga inni í bænum, Valhúsahæð og Bakkagarð.  Takið með lítið handklæði, við munum kannski fara í fótabað.  Hrönn sér um þessa ferð.
  • 16 maí.  Mörg hverfi í Reykjavík draga nafn sitt af gömlum býlum og bújörðum sem þar voru. Við munum hjóla fram hjá sumum þessarra staða og glöggva okkur aðeins á sögunni.  Anna leiðir ferðina.
  • 23 maí.  Öskjuhlíð og Nauthólsvík.  Hjólað um þessar náttúruperlur Reykjavíkur.  Leiðsögn Árni.
  • 30 maí.  Drekinn í Þingholtinu verður ræstur.  Tvisvar hefur þessi hringreið verið hjóluð og í bæði skiptin hófst eldgos á Reykjanesi.  Hvað gerist nú?  Hrönn sér um að leiða nornareiðina.


Sjá líka viðburði á Facebook:  https://fb.me/e/19zzQPD79

Bottfararstaður í júní er frá Fjölskyldu-og Húsdýragarðinum kl 19:30:

  • 6 júní.  Óvissuferð.
  • 13 júní. Óvissuferð.
  • 20 júní.  Sundabraut
  • 27 júní.  Elliðaárdalur

Bottfararstaður í júlí er frá Mjódd, Landsbankanum, kl 19:30:

  • 4 júlí.  Vatnsendahæð – Kórahverfi
  • 11 júlí.  Óvissuferð.
  • 18 júlí. Heiðmörk – Hólmsá.
  • 25 júlí.  Óvissuferð.

Í ágúst verða breytilegir brottfararstaðir, nánar auglýstir síðar:

  • 1 ágúst.  Kópavogur
  • 8 ágúst.  Hólmsheiði
  • 15 ágúst. Hafnarfjörður
  • 22 ágúst.  Eiðistorg
  • 29 ágúst.  Óvissuferð
  • 5 September.  Lokahóf í Klúbbhúsinu

Sjá dagskránna á vef Fjallahjólaklúbbsins: Fjallahjólaklúbburinn.is

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.