Opin fundur um hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu

AsarLaugardaginn 4. febrúar 2012 mun LHM halda opin fund um tillögur samtakanna um hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu.

Fundurinn verður haldin kl. 14-16 í sal E á 3. hæð í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Allir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.

 

Dagskrá:

14:00-14:10.   Kynning á LHM.

14:10-14:40    Tillögur að hjólaleiðum í gegnum tíðina og tillögur LHM.

14:40-15:20    Umræður um hjólaleiðir. Kaffiveitingar.

15:30-16:00    Samantekt og umræður.

Með fundinum er ætlunin að gefa hjólreiðamönnum tækifæri til að koma með athugasemdir og ábendingar við tillögur LHM þannig að þær endurspegli sem best þarfir hjólreiðamanna. Tillögur LHM eru ekki fullkláraðar og t.d. vantar góðar ábendingar við leiðir í Hafnarfirði og Grafarvogi og í öðrum úthverfum.

Eftir fundinn og tiltekin tíma til athugasemda með  tölvupósti (til 15. febrúar) er ætlunin að koma tillögunum á framfæri með formlegum hætti við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. 


Tillögur LHM:

Drög að: Tillögum LHM lýst í texta.

Drög að: Greinargerð með tillögum.

Drög að: Kort af tillögum LHM. (jpg tæp 1 mb)

Önnur skjöl:

Mynd 10. bls. 82: Grunnnet hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu. Umræðutillaga 04. (Starfshópur samgönguráðs, 2011.). Úr Þingskjal 534 — 393. mál. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022. http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html

Bls. 11-13 í: Skipulag á höfuðborgarsvæðinu - sjálfbær þróun í samgöngum - áfangaskýrsla október 2010. Harpa Stefánsdóttur og Hildigunnur Haraldsdóttir.
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Skipul_houdborg-sjalfb_throun-samg_okt2010/$file/Skipul_hovudborg-sjalfb_throun-samg-afangask_okt2010.pdf

Hjólaborgin Reykjavík. Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar.
http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/umhverfissvid/myndir/skyrlsur/hjolreidaa__tlun_LOW_OK.pdf

Kort af hjólaleiðum í Reykjavík núverandi og fyrirhuguðum. http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/umhverfissvid/myndir/skyrlsur/Hj_lalei_ir_Rvk.jpg

Hjólakort gefið út í samgönguviku: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3546/5704_view-1026/

 

Mynd 10. bls. 82: Grunnnet hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu. Umræðutillaga 04. (Starfshópur samgönguráðs, 2011.). Úr Þingskjal 534 — 393. mál. Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2011–2022. http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.