Óskað eftir upplýsingum um snjóruðning

LangahlidLandssamtök hjólreiðamanna óska eftir upplýsingum frá hjólandi um snjóruðning á höfuðborgarsvæðinu á umræðuvef Fjallahjólaklúbbsins:

http://www.boards2go.com/boards/board.cgi?&user=ifhk

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hjólar að snjóruðningur hefur verið ófullnægjandi í vetur. Landssamtök hjólreiðamanna LHM.is ætlar að reyna að beita sér með því að vera í sambandi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og reyna að láta þau sinna snjóruðningi betur. Til að hafa einhverja yfirsýn yfir ástandið eins og það hefur verið er óskað eftir því að hjólandi segi frá því á umræðuvef Fjallahjólaklúbbsins, flokkað eftir sveitarfélögum. Helst er leitað eftir upplýsingum um ástandið á stofnstígum eða stígum sem mikið eru hjólaðir og ættu að njóta forgangs í ruðningi. Gott er að nota ja.is til að átta sig á nöfnum til að lýsa staðsetningu og mörkum sveitarfélaga.

Spurningunum sem leitað er svara við eru eftirfarandi.
  • Staðir sem eru ófullnægjandi.
  • Hversvegna eru þeir ófullnægjandi?
  • Er ástandið viðvarandi eða tímabundið?
T.d. undir Reykavík:
Framhjá N1 í Fossvogi frá Fossvogslæk að steinum N. við N1. Virðist nánast órutt. Ástandið viðvarandi.

Myndum af stöðum má koma til skila með því að senda tölvupóst á flickr síðu LHM sem er hér: http://www.flickr.com/photos/lhm_icf/.
Tölvupóstur á að vera með einni mynd í viðhengi og sent á póstfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nafn myndar er sett í "subject" ásamt merkjum (tögum) á mynd merkt með “tags:” og merkjunum með bili á milli orða þar á eftir. Merkin búið þið til sjálf en gott er að hafa sveitarfélagið og “snjóruðningur” og eins og “hjólastígur” “undirgöng” “brú” o.s.frv.
Lýsing á mynd er sett í "body" tölvupóstsins. Engin annar texti á að vera í tölvupóstinum ekki kveðjur, nafn eða neitt en nafn sendanda getur verið sem tag eða í lýsingu á mynd í body. Athugið síðan verður opin og geta allir skoðað myndirnar og birting þeirra þar með skilyrðum Flickr.com

Dæmi
Í Subject kemur:
Hjólastígur/rein í Lönguhlíð tags: Reykjavík snjóruðningur hjólastígur snjór Langahlíð ÁrniDavíðsson
Í Body:
Hjólastígur í Lönguhlíð er aldrei ruddur.
Mynd tekin 7. janúar 2012.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.